Frá Njarðvík til Grindavíkur

Ena Viso í leik með Njarðvíkingum.
Ena Viso í leik með Njarðvíkingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Danska körfuknattleikskonan Ena Viso er gengin til liðs við Grindvíkinga eftir að hafa spilað með Njarðvík í hálft annað tímabil.

Í síðustu viku tilkynntu Njarðvíkingar að samningi við Enu hefði verið sagt upp en hún leitað ekki langt eftir nýju félagi.

Ena er landsliðskona Danmerkur og hefur skorað ríflega 11 stig í leik að meðaltali fyrir lið Njarðvíkinga.

Þar með eru þrír nýir leikmenn komnir til Grindavíkur á nokkrum dögum en Daisha Bradford frá Bandaríkjunum og Mariana Duran frá Spáni hafa einnig bæst í hópinn.

Alexis Morris og Katarzyna Trzeciak eru hins vegar farnar frá Grindavíkurliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert