Arnór Tristan Helgason, körfuboltamaðurinn efnilegi frá Grindavík, er á heimleið frá Spáni og mun leika með Grindavíkurliðinu það sem eftir er tímabilsins.
Arnór er 18 ára gamall og sló í gegn með Grindvíkingum á síðasta tímabili þegar hann bæði tróð með tilþrifum og skoraði glæsilegar þriggja stiga körfur.
Í vetur hefur hann leikið með ungmennaliði spænska félagsins CB 1939 Canarias frá La Laguna á Kanaríeyjum.