Shai Gilgeous-Alexander fór á kostum fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið hafði betur gegn Portland Trail Blazers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Portland í nótt.
Leiknum lauk með tíu stiga sigri Oklahoma City, 118:108, en Gilgeous-Alexander skoraði 35 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Deni Avdija var stigahæstur hjá Portland með 28 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar.
Oklahoma City er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 37 sigra og átta töp en Portland er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar með 17 sigra og 29 töp.