KR fékk Keflavík í heimsókn á Meistaravelli og vann sterkan sigur, 97:93, í 16. Umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld.
Með sigrinum fór KR upp úr níunda sæti í það fjórða þar sem liðið er með 16 stig líkt og Grindavík og Valur í sætunum tveimur fyrir neðan. Keflavík er í sjöunda sæti með 14 stig.
Keflavík byrjaði leikinn betur og komst sex stigum yfir, 11:17, þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. KR-ingar sneru hins vegar taflinu við og voru fjórum stigum yfir, 27:23, þegar leikhlutinn var á enda.
Í öðrum leikhluta hertu KR-ingar tökin og voru 11 stigum yfir, 59:48, í hálfleik.
Keflavík neitaði að gefast upp og jafnaði metin í 78:78 þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða og síðasta leikhluta. KR náði hins vegar aftur vopnum sínum, skoraði 11 stig í röð og staðan orðin 89:78.
Aftur gerði Keflavík hins vegar áhlaup, náði að minnka muninn niður í fjögur stig þegar nokkrar sekúndur voru eftir en komst að lokum ekki nær.
Linards Jaunzems var atkvæðamestur hjá KR með 20 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Vlatko Granic bætti við 24 stigum og 13 fráköstum.
Igor Maric var stigahæstur hjá Keflavík með 17 stig, sjö fráköst og fjóra stolna bolta. Remu Raitanen bætti við 15 stigum og fimm fráköstum.
Meistaravellir, Bónus deild karla, 31. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 6:8, 11:14, 18:17, 27:23, 34:30, 42:38, 53:41, 59:48, 65:48, 67:55, 74:62, 78:66, 78:73, 82:78, 91:81, 97:93.
KR: Linards Jaunzems 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Vlatko Granic 24/13 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/14 fráköst/9 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 11/7 fráköst, Nimrod Hilliard IV 11/5 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 4/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 4.
Fráköst: 33 í vörn, 16 í sókn.
Keflavík: Igor Maric 17/7 fráköst, Remu Emil Raitanen 15/5 fráköst, Sigurður Pétursson 12/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ty-Shon Alexander 10/5 fráköst, Hilmar Pétursson 9, Jaka Brodnik 8/5 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Pruitt 6, Jarell Reischel 5/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Jakob Árni Ísleifsson.
Áhorfendur: 314