Körfuknattleikskonan Hanna Gróa Halldórsdóttir hefur gengið til liðs við Þór á Akureyri og mun leika með liðinu út keppnistímabilið hið minnsta.
Hanna Gróa er 172 cm á hæð og er fædd árið 2007. Hún kemur til liðsins frá Keflavík þar sem hún er uppalin en Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar og Þór í öðru sæti.
Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í U-18 landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í í Ploiesti í Rúmeníu í ágúst 2024.