Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti flottan leik fyrir gríska liðið Maroussi er það mátti þola tap á heimavelli í efstu deild Grikklands í dag, 73:78, gegn Aris.
Elvar skoraði 12 stig og gaf níu stoðsendingar en enginn í leiknum gaf fleiri stoðsendingar en íslenski landsliðsmaðurinn.
Maroussi er á botni deildarinnar með fimm sigra og ellefu töp eftir 16 umferðir.