Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag en þar er sagt að ákvörðunin sé sameiginleg.
Pétur tók við Keflavík fyrir síðustu leiktíð og gerði liðið að bikarmeistara. Þá komst liðið í undanúrslit Íslandsmótsins en tapaði í oddaleik gegn Grindavík.
Gengi Keflavíkur hefur hins vegar ekki verið eins gott á þessari leiktíð en liðið er í níunda sæti með 14 stig eftir 16 leiki.
Ekki er ljóst hver næsti þjálfari Keflavíkurliðsins verður en Magnús Þór Gunnarsson mun stýra liðinu í næsta leik gegn ÍR á fímmtudaginn.