Slóvenski körfuknattleiksmaðurinn Luka Doncic er mættur til Los Angeles en óvíst er hvenær hann þreytir frumraun sína fyrir Lakers.
Doncic gekk í raðir Lakers í gær en í staðinn fær Dallas Mavericks Anthony Davis.
Enn er þó óljóst hvenær Doncic spilar sinn fyrsta leik fyrir nýja félagið en hann hefur verið meiddur undanfarið.
Miðlar í Banaríkjunum segja að það verði annaðhvort 8. febrúar gegn Indiana Pacers í Los Angeles eða 13. febrúar gegn Utah Jazz í Utah.