Skiptir á milli erkifjendanna

Björn Kristjánsson í leik með KR gegn Val árið 2019.
Björn Kristjánsson í leik með KR gegn Val árið 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Björn Kristjánsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Vals frá erkifjendunum í KR.

Björn, sem er 32 ára gamall skotbakvörður, neyddist til að leggja skóna á hilluna í lok ársins 2022 vegna nýrnasjúkdóms.

Eftir það gaf móðir Björns honum nýra og sneri hann aftur hjá KR undir lok síðasta árs og spilaði nokkra leiki með nýliðunum.

Nú endurnýjar Björn kynnin við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals, en saman unnu þeir til fjölda Íslandsmeistaratitla hjá KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert