Sló stigametið aðeins 28 ára gamall

Devin Booker skorar fyrir Phoenix Suns í leiknum í nótt.
Devin Booker skorar fyrir Phoenix Suns í leiknum í nótt. AFP/Soobum Im

Devin Booker er orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik, aðeins 28 ára gamall.

Hann skoraði 34 stig í naumu tapi gegn Portland Trail Blazers í framlengdum leik í nótt, 121:119, og tók félagsmetið af Walter Davis. Booker, sem hefur leikið með Phoenix í tíu ár, hefur nú skorað 15.667 stig fyrir liðið í NBA-deildinni. Meðalskor hans í leik er 24,4 stig en hann á líka félagsmetið í einum leik, 70 stig.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Atlanta 130:132
Charlotte - Washington 114:124
New York - Houston 124:118
Oklahoma City - Milwaukee 125:96
Minnesota - Sacramento 114:116
Memphis - San Antonio 128:109
Utah - Indiana 111:112
Denver - New Orleans 125:113
Portland - Phoenix 121:119 (eftir framlengingu)
Golden State - Orlando 104:99

Efstu lið í Austurdeild:
Cleveland 40/9
Boston 35/15
New York 33/17
Indiana 28/20
Milwaukee 26/22
Miami 24/23

Efstu lið í Vesturdeild:
Oklahoma City 39/9
Memphis 34/16
Houston 32/17
Denver 31/19
LA Lakers 28/19
LA Clippers 28/21

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert