Shai Gilgeous-Alexander skoraði 50 stig fyrir Oklahoma City Thunder og Anthony Edwards 49 stig fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðin unnu góða sigra í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Gilgeous-Alexander fór á kostum er Oklahoma City fór illa með Phoenix Suns og vann 140:109. Bætti hann auk þess við átta fráköstum.
Edwards átti þá stórleik fyrir Minnesota í 127:108-sigri á Chicago Bulls. Hann tók einnig níu fráköst.
Stórleikur Cades Cunninghams fyrir Detroit Pistons dugði þá ekki til er liðið tapaði naumlega fyrir Cleveland Cavaliers, 115:118.
Cunningham skoraði 38 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Evan Mobley var atkvæðamestur hjá Cleveland með 30 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar.
Önnur úrslit:
Charlotte – Milwaukee 102:112
Atlanta – San Antonio 125:126
Brooklyn – Washington 102:119
Philadelphia – Miami 101:108
Toronto – Memphis 107:138
Utah – Golden State 131:128
Denver – New Orleans 144:119