Frá Hlíðarenda til nýliðanna

Hamar/Þór hefur styrkt sig fyrir lokakaflann í deildinni.
Hamar/Þór hefur styrkt sig fyrir lokakaflann í deildinni. Ljósmynd/Egill Bjarni

Körfuknattleiksdeild Hamars/Þórs hefur gengið frá samningi við Fatoumata Jallow og mun hún leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar.

Jallow er 27 ára bakvörður frá Svíþjóð. Hún lék með Val fyrir áramót og skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í tveimur leikjum með Val.

Hamar/Þór er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir 16 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert