Góður sigur Grindvíkinga

Daniel Mortensen skoraði 26 stig.
Daniel Mortensen skoraði 26 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindavík vann Þór Þorlákshöfn, 104:95, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. 

Eftir leikinn er Grindavík með 18 stig í fjórða sæti en Þór er með 16 stig sæti neðar. 

Grindvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og fóru með 13 stiga forskot til búningsklefa, 50:37. 

Þrátt fyrir gott áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta dugði það ekki til og Grindavík vann að lokum níu stiga sigur. 

Daninn Daniel Mortensen fór á kostum í liði Grindavíkur og skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. 

Nikolas Tomsick skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Þór. 

Þór Þ. - Grindavík 95:104

Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 06. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 2:2, 13:6, 17:12, 23:21, 25:27, 28:35, 30:42, 37:50, 43:54, 51:62, 59:69, 70:74, 76:79, 82:84, 89:95, 95:104.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/7 fráköst/11 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 21/7 fráköst, Jordan Semple 16/13 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Justas Tamulis 10, Ólafur Björn Gunnlaugsson 7, Davíð Arnar Ágústsson 6.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Daniel Mortensen 26/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jeremy Raymon Pargo 25/6 fráköst, Deandre Donte Kane 16/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Bragi Guðmundsson 11, Lagio Grantsaan 8/5 fráköst, Valur Orri Valsson 7/5 fráköst, Arnór Tristan Helgason 7, Kristófer Breki Gylfason 4.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert