ÍR hafði betur gegn bikarmeisturum Keflavíkur, 90:81, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Keflavík í kvöld.
Eftir leikinn er ÍR komið upp í sjöunda sætið með 16 stig en Keflavík er í tíunda með 14. Þetta var fyrsti leikur Keflvíkinga eftir að Pétur Ingvarsson hætti með liðið.
ÍR fór sjö stigum yfir til búningsklefa, 49:42, en fyrir þann fjórða var munurinn orðinn fimm stig.
ÍR-ingar voru aftur sterkari í fjórða og síðasta leikhluta og unnu leikinn með níu stiga mun.
Jacob Falko skoraði 28 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði ÍR en hjá Keflavík skoraði Ty-Shon Alexander mest eða 18 stig.
Blue-höllin, Bónus deild karla, 06. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:8, 8:15, 15:22, 21:29, 25:37, 27:41, 31:44, 42:49, 49:51, 57:53, 59:63, 64:69, 66:74, 72:84, 78:86, 81:90.
Keflavík: Ty-Shon Alexander 18, Igor Maric 17/6 fráköst, Sigurður Pétursson 12/4 fráköst, Remu Emil Raitanen 11, Callum Reese Lawson 7/4 fráköst, Jarell Reischel 4, Nigel Pruitt 4/5 fráköst, Jaka Brodnik 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2, Hilmar Pétursson 2.
Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.
ÍR: Jacob Falko 28/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dani Koljanin 18, Hákon Örn Hjálmarsson 11, Zarko Jukic 9/9 fráköst, Oscar Jorgensen 8, Collin Anthony Pryor 6/8 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 5, Aron Orri Hilmarsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.
Fráköst: 31 í vörn, 3 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 400