Naumt tap Íslands gegn sterkum Tyrkjum

Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í dag. Ljósmynd/FIBA

Ísland tapaði naum­lega fyr­ir sterk­ur liði Tyrk­lands, 83:76, í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna í körfuknatt­leik í Izm­ir í dag.

Draum­ur Íslands um sæti á Evr­ópu­mót­inu er því úti en ís­lenska liðið hef­ur sýnt mikla bæt­ingu í síðustu landsliðsverk­efn­um. Tyrk­land er í 17. sæti heimslist­ans en Ísland í því 67. Sá mun­ur var ekki að sjá í dag.

Tyrk­land er efst í riðlin­um með tíu stig en Slóvakía er í öðru sæti með fjög­ur. Síðan koma Rúm­en­ía og Ísland með tvö. 

Slóvakía fær Rúm­en­íu í heim­sókn í kvöld. Ísland mæt­ir síðan Slóvakíu ytra næst­kom­andi sunnu­dag. 

Danielle Rodriguez skoraði sautján stig.
Danielle Rodrigu­ez skoraði sautján stig. Ljós­mynd/​FIBA

Tyrk­ir alltaf aðeins yfir 

Tyrk­neska liðið var með for­ystu nán­ast all­an leik­inn en í hverj­um leik­hluta náði Ísland ágæt­is áhlaupi. 

Ísland náði þó ekki að kom­ast yfir einu sinni eft­ir ann­an leik­hluta, þrátt fyr­ir að minnka mun­inn í tvö stig í þriðja og fjórða leik­hluta. 

Það ásamt sókn­ar­frá­köst­um Tyrkja skildi liðin að. 

Sara Rún Hinriks­dótt­ir var frá­bær í liði Íslands en hún skoraði 29 stig, tók sjö frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar. Þá skoraði Danielle Rodrigu­ez 17 stig. 

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir og Þóra Jóns­dótt­ir skoruðu þá tíu hvor. 

Stig Íslands: Sara Rún Hinriks­dótt­ir 29, Danielle Rodrigu­ez 17, Thelma Dís Ágústs­dótt­ir 10, Þóra Jóns­dótt­ir 10, Anna Ing­unn Svans­dótt­ir 6, Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir 2, Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir 2. 

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Tyrk­land 83:76 Ísland opna loka
mín.
40 Leik lokið
Góð frammistaða íslenska liðsins dugði ekki til en framtíðin er björt. EM draumurinn er þó úti.
40
82:76 - Danielle með tvist og fær víti sem hún skorar ekki úr.
40
82:74 - 25 sekúndur eftir og munurinn átta stig. Benedikt tekur leikhlé. Flott frammistaða hjá íslenska liðinu en það virðist ekki ætla duga til.
39
78:72 - Ísland klikkar á næstu sókn.
38
77:72 - Tykir vinna tvö víti og Ísland tekur leikhlé.
38
77:72 - Þóra skorar eftir góða sókn hjá íslenska liðinu. Munurinn fimm stig.
37
76:70 - Bilgic með svakalegan þrist og kemur Tyrkjum sex stigum yfir.
36
72:70 - Sara Rún minnkar muninn í tvö stig!
36
72:68 - Íslenska liðið er að halda í við það tyrkneska.Nú þarf hins vegar stopp í vörninni.
34
Þá taka Tyrkir leikhlé.
34
68:64 - Sara Rún með þrist og munurinn fjögur stig. Verið mögnuð í dag.
33
66:61 - Sara Rún setur bæði vítin sín.
32
64:59 - Þóra með flottan þrist og skorar fyrstu stig fjórða leikhlutans.
31 Fjórði leikhluti hafinn
30 Þriðja leikhluta lokið
Thelma þurfti að fara í erfitt skot og hitti ekki ofan í körfuna. Átta stiga munur fyrir síðasta leikhlutann.
30
64:56 - Benedikt tekur leikhlé. Ísland hefur tvær sekúndur til að minnka muninn fyrir fjórða leikhluta.
30
62:56 - Diljá með glæsta körfu.
29
59:54 - Íslenska liðið fékk tækifæri til að komast yfir en Thelma skoraði ekki. Síðan þá hefur Ísland nýtt sóknir sínar afar illa.
27
55:53 - Sara með tvist, karfa í andlitið frá Tyrkjum, en Sara setur síðan þrist. Munurinn tvö stig.
26
53:48 - Thelma með gott skot og skorar þrist. Fimm stig í röð frá henni.
26
51:45 - Thelma Dís sækir að körfunni og skorar tvist.
25
49:43 - Anna með sinn annan þrist og munurinn sex stig.
24
49:40 - Tyrkir komast ellefu stigum yfir en Danielle minnkar muninn í níu stig.
22
44:38 - Sara Rún komin með 15 stig.
21 Síðari hálfleikur hafinn
20 Hálfleikur
Ísland nær ekki að skora úr síðustu sókninni. Flottur fyrri hálfleikur þó og munurinn aðeins fimm stig.
20
38:33 - Tyrkir fimm stigum yfir og tólf sekúndur eftir af fyrri hálfleiknum. Benedikt ákveður að taka leikhlé.
19
34:31 - Þóra með mikilvægan þrist og munurinn þrjú stig. Tyrkir taka leikhlé.
18
32:26 - Íslenska liðið er undir í frákastabaráttunni. Tyrkir komnir með 16 sóknarfráköst sem er allt of mikið.
17
31:26 - Sara fer illa með tyrknesku vörnina og skorar. Munurinn fimm stig.
16
31:24 - Danielle komin með tíu stig.
15
31:22 - Þá tekur Benedikt leikhlé.
14
28:22 - Góð sókn íslenska liðsins og boltinn endar hjá Thelmu í horninu sem skorar með þristi. Munurinn sex stig.
14
28:19 - Danielle skorar tvist og er komin með átta stig.
13
28:17 - Tyrkneska liðið komið ellefu stigum yfir.
12
24:17 - Sara lætur finna fyrir sér og skorar góða körfu.
11 Annar leikhluti hafinn
10 Fyrsta leikhluta lokið
Tyrkir skora síðustu körfu fyrsta leikhlutans og eru sjö stigum yfir eftir hann, 22:15.
9
20:15 - Anna Ingunn með flottan þrist og minnkar muninn í þrjú stig. Tyrkir svara hins vegar um leið.
9
17:12 - Danielle leikur aftur listir sínar og skorar góða körfu.
8
15:10 - Danielle með glæsta körfu og minnkar muninn í fimm stig.
7
13:8 - Eftir góða mínútu gengur íslenska liðinu aftur brösuglega að sækja á körfu Tyrkja.
6
12:8 - Fimm stig í röð frá Tyrklandi.
5
7:8 - Danielle skorar úr báðum vítum sínum og kemur Ísland yfir á nýjan leik.
4
7:6 - Betri sóknir hjá liðunum þessa stundina. Tyrkir skora en Þóra svarar.
4
5:4 - Ísland stelur boltann og Sara minnkar muninn í eitt stig.
2
3:2 - Thelma Dís skorar fyrstu stig leiksins en Tyrkir svara með þristi.
1 Leikur hafinn
0
0
Íslenska liðið er talsvert breytt frá síðasta leik gegn Tyrklandi.
0
Danielle Rodriguez kom virkilega sterk inn í lið Íslands í síðasta glugga og skoraði 27 stig að meðaltali.
0
Tyrkland er í 17. sæti á heimslistanum en Ísland er í því 67. Því er um verðugt verkefni að ræða.
0
Ísland stóð sig vel í síðasta glugga á Ásvöllum í byrjun nóvember. Íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Slóvakíu, 78:70, í mjög jöfnum leik. Þá vann Ísland frækinn sigur á Rúmeníu, 77:73, þremur dögum síðar.
0
Samkvæmt heimasíðu alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA, þá hafa Ísland og Tyrkland mæst einu sinni fyrir undankeppnina. Það var árið 1991 og þá vann Tyrkland 45 stiga sigur, 96:51.
0
Tyrkir unnu fyrri leik liðanna í keppninni á Ásvöllum í Hafnarfirði í nóvember 2023 með aðeins sjö stigum, 72:65.
0
Tyrkland og Ísland mætast í fimmtu og næstsíðustu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna 2025 í Izmir. Tyrkir eru með 8 stig og hafa tryggt sér sæti á EM en Slóvakía með 4 stig, Rúmenía og Ísland með 2 stig berjast um annað sætið sem getur gefið keppnisrétt á EM. Ísland á síðan eftir að mæta Slóvakíu á útivelli á sunnudaginn.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sinisa Prpa, Serbíu, Diana Lapanovic, Slóveníu, og Eirini Margarita Tsantali, Grikklandi

Lýsandi: Jökull Þorkelsson

Völlur: Sehit Polis Recep Topaloglu Spor Salonu, Izmir

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert