Fór á kostum á heimavelli

Devin Booker stekkur manna hæst.
Devin Booker stekkur manna hæst. AFP/Soobum Im

Devin Booker fór algjörlega á kostum í sigri Phoenix Suns á Utah Jazz, 135:127, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Phoneix í nótt. 

Booker skoraði 47 stig, tók sex fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í þessum nauma sigri heimamanna. 

Walker Kessler átti þá einnig frábæran leik Utah-megin en hann skoraði 19 stig, tók 22 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Þá unnu toppliðin í sitthvorri deildinni Cleveland Cavaliers og Okalhoma City Thunder sína leiki. 

Cleveland vann Washington Wizards í Washington, 134:124, og Okalhoma vann Toronto Raptors á heimavelli, 121:109. 

Önnur úrslit:

Charlotte Hornets - San Antonio Spurs 117:116
Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 125:112
Brooklyn Nets - Miami Heat 102:86
Atlanta Hawks - Milwaukee Bucks 115:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka