Sigurður tekur einnig við karlaliði Keflavíkur

Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingimundarson mun stýra karlaliði Keflavíkur í körfubolta út yfirstandandi tímabil. 

Þetta staðfesti Keflavík í samtali við Víkurfréttir, svæðismiðil Keflavíkur. Sigurður stýrir einnig kvennaliði félagsins.

Sigurður kemur í stað Péturs Ingvarsson sem hætti með liðið á dögunum. Honum til halds og trausts verða Magnús Þór Gunnarsson og Jón Halldór Eðvaldsson. 

Ásamt þessu þá hefur félagið sagt upp samningi við leikmennina Marek Dolezaj og Jarell Reischel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert