Sigurður Ingimundarson mun stýra karlaliði Keflavíkur í körfubolta út yfirstandandi tímabil.
Þetta staðfesti Keflavík í samtali við Víkurfréttir, svæðismiðil Keflavíkur. Sigurður stýrir einnig kvennaliði félagsins.
Sigurður kemur í stað Péturs Ingvarsson sem hætti með liðið á dögunum. Honum til halds og trausts verða Magnús Þór Gunnarsson og Jón Halldór Eðvaldsson.
Ásamt þessu þá hefur félagið sagt upp samningi við leikmennina Marek Dolezaj og Jarell Reischel.