Elvar Már Friðriksson setti nýtt met í efstu deild Grikklands í körfubolta í gær þegar lið hans Maroussi heimsótti Lavrio í deildinni.
Njarðvíkingurinn átti sannkallaðan stórleik fyrir Maroussi og skoraði 20 stig, ásamt því að gefa 17 stoðsendingar í leiknum sem er nýtt met.
Þrátt fyrir stórleik Elvars tapaði Maroussi leiknum með tveggja stiga mun, 94:92, en Maroussi er í 11. sætinu af 12 liðum með 23 stig.