Slóvenska stjarnan Luka Doncic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Lakers er liðið sigraði Utah Jazz, 132:113, í NBA-deildinni í körfubolta á heimavelli sínum í borg englanna í nótt.
Doncic er að jafna sig á meiðslum og hann skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 23 mínútum. LeBron James var eins og oft áður stigahæstur með 24 stig. John Collins og Lauri Markkanen gerðu 17 stig hvor fyrir Utah.
Lakers er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp. Oklahoma City Thunder er í toppsætinu með 43 sigra og níu töp. Liðið vann sannfærandi heimasigur á New Orleans Pelicans, 137:101.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 31 stig fyrir Oklahoma og Trey Murphy III gerði 23 stig fyrir New Orleans.
Denver Nuggets er í þriðja sæti í vestrinu með 35 sigra og 19 töp. Liðið hafði betur gegn Portland Trail Blazers á heimavelli, 146:117. Nikola Jokic átti stórgóðan leik, skoraði 40 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Dalano Banton skoraði 22 stig fyrir Portland.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Cleveland Cavaliers 128:107 Minnesota Timberwolves
Orlando Magic 106:112 Atlanta Hawks
Washington Wizards 121:131 San Antonio Spurs
Brooklyn Nets 97:89 Charlotte Hornets
Miami Heat 85:103 Boston Celtics
Millwaukee Bucks 111:125 Golden State Warriors
Oklahoma City Thunder 137:101 New Orleans Pelicans
Dallas Mavericks 128:129 Sacramento Kings
Denver Nuggets 146:117 Portland Trail Blazers
Los Angeles Lakers 132:113 Utah Jazz