Ísland er komið á EM!

Ísland er komið í loka­keppni Evr­ópu­móts karla í þriðja skipti á tíu árum eft­ir glæsi­leg­an sig­ur á sterku liði Tyrkja í lokaum­ferð undan­keppn­inn­ar í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld, 83:71.

Um leið tryggði Ísland sér annað sæti riðils­ins með sigr­in­um en liðin enduðu jöfn með 6 stig hvort og Ísland með betri stiga­tölu inn­byrðis. Ung­verj­ar unnu Ítali á úti­velli, 71:67, og enduðu með 4 stig en þeir hefðu kom­ist áfram ef Ísland hefði tapað fyr­ir Tyrklandi. Ítal­ir unnu eft­ir sem áður riðil­inn með 8 stig.

Íslenska liðið byrjaði leik­inn af krafti og var komið í 14:4 um miðjan fyrsta leik­hluta. Ná­kvæm­lega eins byrj­un og í Ung­verjalandi á fimmtu­dag­inn en að þessu sinni var ekk­ert gefið eft­ir og staðan var 26:16 að leik­hlut­an­um lokn­um.

Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfu Tyrkjanna.
Tryggvi Snær Hlina­son treður bolt­an­um í körfu Tyrkj­anna. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal


Í öðrum leik­hluta sýndi ís­lenska liðið hvað eft­ir annað frá­bær tilþrif, bæði í vörn og sókn, og var um tíma komið sex­tán stig­um yfir, 38:22 og síðan 43:27. En á loka­mín­út­unni réttu Tyrk­ir sinn hlut veru­lega með miklu áhlaupi þar sem þeir skoruðu síðustu sjö stig hálfleiks­ins og staðan var 46:38 í hálfleik.

Á sama tíma voru Ung­verj­ar með for­ystu í leikn­um á Ítal­íu, 32:27, og því ljóst að ís­lenska liðið fengi ekk­ert gef­ins. Tryggvi Snær Hlina­son skoraði 13 stig og tók 10 frá­köst í fyrri hálfleikn­um og Mart­in Her­manns­son sýndi hvað eft­ir annað flotta takta, skoraði 11 stig og átti fjór­ar stoðsend­ing­ar.

Craig Pedersen þjálfari Íslands ræðir við sína menn í leikhléi …
Craig Peder­sen þjálf­ari Íslands ræðir við sína menn í leik­hléi í kvöld. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal


Tyrk­ir minnkuðu mun­inn í 46:40 en þá komu þrist­ar frá Elvari Má Friðriks­syni og Mart­in, 52:40. En tyrk­neska liðið hélt áfram að saxa á for­skotið og út­lit fyr­ir að taugatrekkj­andi kafli væri framund­an. Stór­kost­leg varn­ar­tilþrif Hauks Helga Páls­son­ar og magnaðar körf­ur Mart­ins og Hauks á næstu mín­út­unni komu Íslandi hins veg­ar aft­ur í góða stöðu, 61:49.

Kári Jóns­son bætt­ist skömmu síðar í stækk­andi hóp þriggja stiga körfu­hafa og kom Íslandi í 69:54 þegar ein mín­úta var eft­ir af þriðja leik­hluta og þannig var staðan að hon­um lokn­um. Áfram var jafn barn­ings­leik­ur á Ítal­íu og Ítal­ir þar yfir gegn Ung­verj­um, 39:36, á sama tíma.

Lítið gekk að skora á fyrstu mín­út­um fjórða leik­hluta en það átti sem bet­ur við um bæði lið og Kári braut ís­inn með þriggja stiga körfu, 72:56. Á sama tíma virt­ust Ítal­ir loks­ins ætla að hrista Ung­verj­ana af sér og voru komn­ir í 50:42.

Laugardalshöllinn er þétt setin og góð stemning meðal áhorfenda.
Laug­ar­dals­höll­inn er þétt set­in og góð stemn­ing meðal áhorf­enda. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal


Þegar Tyrk­ir höfðu komið mun­in­um niður í tíu stig á ný kom enn einn þrist­ur­inn, nú frá Elvari Má, 77:64. Þegar Ægir Þór Stein­ars­son kom Íslandi í 81:69 og aðeins þrjár mín­út­ur eft­ir var sig­ur­inn loks í aug­sýn.

Þegar Mart­in Her­manns­son skoraði, 83:71, rúmri mín­útu fyr­ir leiks­lok má segja að fögnuður­inn hafi haf­ist. Ísland er komið á EM!

Mart­in Her­manns­son skoraði 23 stig, Elv­ar Már Friðriks­son 13, Tryggvi Snær Hlina­son 13, Krist­inn Páls­son 9, Ægir Þór Stein­ars­son 9, Hauk­ur Helgi  Páls­son 7, Kári Jóns­son 6, Orri Gunn­ars­son 2, og Bjarni Guðmann Jóns­son 2.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 83:71 Tyrk­land opna loka
mín.
40 Leik lokið
Ísland vinnur 83:71 sigur á Tyrkjum og eru komnir á EM 2025 sem fram fer í ágúst. Til hamingju Ísland og íslendingar.
39
83:71. Martin Hermannsson setur tvist! Ísland vinnur síðan boltann. Það eru 50 sekúndur eftir og Ísland er á leiðinni á EM!
39
81:71. Tyrkir minnka aftur í 10 stig.
38
81:69. Ægir með tvist.
38
Staðan í leik Ítala og Ungverja er 53:49 fyrir Ítali í 4 leikhluta.
37
79:69. 10 stiga munur eftir tvist frá Tyrkjum.
37
79:67. Tryggvi með fallega blokkeringu og Ísland er mætt í sóknina en tapar boltanum.
36
79:67. Martin með tvist.
36
77:67. Þristur frá Tyrklandi.
36
77:64. Þá mætir Elvar Friðriksson og setur bara þrist!
35
74:64. Yasar setur niður bæði vítaskotin og minnkar muninn í 10 stig.
35
74:62. Martin klikkar á þriggja stiga skoti og Tyrkir eru í sókn. Fá villu.
34
74:62. 12 stiga munur. Tyrkir settur tvist og vítaskot niður. Ísland tók leikhlé og er nú í sókn.
34
74:59. Haukur með tveggja stiga körfu úr ómögulegu skoti. Glæsilegt!
34
72:59. Tyrkir setja líka þrist. Ísland er með boltann. Haukur, Ægir og Bjarni koma inn á.
33
72:56. Kári með þrist!
32
69:56. Tyrkland með fyrstu stig fjórða leikhluta.
31
Þriðji leikhluti er enn í gangi í leik Ítalíu og Ungverja. Þar er staðan 41:36 fyrir Ítali.
31 Fjórði leikhluti hafinn
69:54. Fjórði leikhluti hafinn. Tyrkland í sókn.
30 Þriðja leikhluta lokið
69:54. Frábær þriðji leikhluti hjá Íslenska liðinu sem fer með 15 stiga forskot inn í fjórða leikhlutann.
29
69:54. Kári Jónsson með frábæran þrist. Munurinn er 15 stig núna. Ísland með boltann.
28
Ítalir eru 39:33 yfir á móti Ungverjum þessa stundina. Við Íslendingar höfum ekkert á móti því.
28
66:54. Kristinn Pálsson með stórkostlegan þrist! 12 stiga munur.
28
63:52. Tyrkir setja þrist en Orri svarar með tvist.
26
61:49. Haukur með stórkostlegan tvist og Tyrkir taka leikhlé.
26
59:49. Marti með þrist. Munurinn er 10 stig. Ísland vinnur síðan boltann.
25
56:49. Haukur með tvö stig undir körfunni.
24
54:49. 7 stig í röð frá Tyrkjum. Munurinn er aðeins 5 stig.
23
54:42. Glæsilegtur tvistur frá Martin og Ísland leiðir með 12 stigum. Martin kominn með 16 stig.
22
69:56. Tyrkland með fyrstu stig fjórða leikhluta.
21
52:40. Tyrkir byrjuðu seinni hálfleik á því að setja niður tvö stig en Ísland setur tvo þrista í röð, fyrst frá Elvari og svo Martin.
21 Síðari hálfleikur hafinn
46:38. Þá erum við mætt í seinni hálfleikinn. Nú er að duga eða drepast. Ungverjar eru að vinna Ítali sem þýðir að Ísland verður að vinna þennan leik til að fara áfram. Tyrkir byrja seinni hálfleik.
20
Tryggvi Snær Hlinason var með 13 stig og 10 fráköst í fyrri hálfleiknum og Martin Hermannsson skoraði 11 stig og átti 4 stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson skoraði 7 stig, Ægir Þór Steinarsson 7, Kristinn Pálsson 6 og Bjarni Guðmann Jónsson 2.
20 Hálfleikur
46:38 - hálfleikur. Tyrkir skoruðu sex stig á lokamínútunni og löguðu heldur betur stöðuna. Nú munar aðeins átta stigum og allt er galopið fyrir síðari hálfleikinn. Segja má að fyrstu 19 mínútur fyrri hálfleiksins hafi verið nánast frábærar í bæði vörn og sókn en þessi lokamínúta var sú erfiðasta. Viðvörun - því þrátt fyrir flott tilþrif íslenska liðsins eru mikil gæði í þessu tyrkneska liði sem getur snúið leiknum sér í hag á augabragði ef eitthvað er gefið eftir.
20
46:36 - Fimm stig Tyrkja á stuttum tíma
19
46:31 - Elvar neglir niður þristi! Tyrkir fá á sig sóknarvillu í næstu sókn og Tryggvi fer á vítalínuna. Hittir úr hvorugu.
19
43:30 - Kristinn Pálsson steinliggur eftir árekstur við körfu Íslands en fær dæmda á sig villu.
18
43:27 - Elvar setur niður tvö vítaskot.
18
41:27 - Leikhlé.
17
41:25 - Martin skorar úr síðara vítaskoti af tveimur.
17
40:25 - Þetta er bara Harleem Globetrotters. Martin með sendingu aftur fyrir sig á Tryggva sem treður. Höllin er vel með á nótunum!
16
38:22 - Kristinn Pálsson með þrist. Það eru allir virkir í kvöld.
16
35:22 - Frábær varnarleikur íslenska liðsins sem vinnur boltann og tekur leikhlé. Þetta er hreint út sagt frábær frammistaða enn ssem komið er. Og nú eru Ítalir loks komnir yfir gegn Ungverjum, 25:21. Öll vötn falla til Dýrafjarðar í augnablikinu.
15
35:22 - Og Tryggvi skorar af harðfylgi + vítaskot. Kominn með 11 stig.
14
32:20 - Tryggvi treður! Ísland vinnur boltann í næstu sókn.
13
30:18 - Tryggvi blakar boltanum í körfuna eftir skot Ægis.
13
28:18 - Enn vinnur Tryggvi boltann fyrir Ísland með því að verja skot Tyrkjanna. Hann fer hamförum í varnarleiknum.
12
28:18 - Tryggvi ver skot og Ísland fær boltann á ný!
11
28:16 - Bjarni Guðmann skorar undir körfunni eftir undirbúning Martins.
11 Annar leikhluti hafinn
10
Ungverjar eru yfir eftir fyrsta leikhluta á Ítalíu, 13:10.
10 Fyrsta leikhluta lokið
26:16 - Martin endar lokasóknin á körfu með gegnumbroti og Ísland er tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann sem hefur verið flottur. Martin er kominn með 10 stig og Ægir 7.
10
24:14 - Kristinn Pálsson skellir niður þristi!
9
21:12 - Martin skorar eftir flotta stoðsendingu Tryggva
9
19:12 - Martin setur niður silkimjúkan þrist!
8
Á Ítalíu er staðan 9:7, Ungverjum í vil, og þar er einnig komin áttunda mínúta.
8
16:12 - Craig Pedersen þjálfari Íslands tekur leikhlé.
8
16:12 - Tryggvi fær sína aðra villu eftir slag undir körfu Íslands. Þarf að passa sig. Haha - varði bara skot í kjölfarið. Sultuslakur!
8
16:10 - Frábær stoðsending Hauks og Ægir skorar undir körfunni.
7
14:10 - Sex stig Tyrkja í röð.
6
14:4 - Þjálfara Tyrkja er nóg boðið og tekur leikhlé til að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta er nákvæmlega eins byrjun og gegn Ungverjum. Ísland komst í 14:4 en síðan seig á ógæfuhliðina. Vonandi annað uppi á teningunum núna.
6
14:4 - Þristur frá Martin og höllin tryllist. Tíu stiga munur.
5
11:4 - Ægir brýst í gegnum hávaxna vörn Tyrkja og leggur boltann í körfuna!
4
9:4 - Frábær vörn hjá Hauki sem kemst inn í sendingu og síðan er brotið á honum. Ægir setur niður þrist í kjölfarið!
3
6:4 - Tryggvi treður og Höllin fer á hvolf!
2
4:4 - Elvar jafnar
1
2:2 - Tryggvi jafnar metin
1
Tyrkir skora úr fyrstu sókn, Sipahi
1 Leikur hafinn
Tryggvi, Elvar, Haukur, Martin og Ægir byrja hjá Íslandi. Þetta er farið af stað.
0
0
0
19:29 - Dómarar í kvöld eru Aleksandar Glisic, Serbíu, Alexandre Deman, Frakklandi, og Juozas Barkauskas, Litháen.
0
19:27 - Leikur Ítalíu og Ungverjalands hefst í Reggio Calabria á sama tíma. Vinni Ítalía leikinn er Ísland komið á EM, sama hver úrslitin verða hérna í Laugardalshöllinni. Við höfum að sjálfsögðu auga með því sem gerist á Ítalíu.
0
19:26 - Þjóðsöngvarnir hafa verið leiknir og nú eru fjórar mínútur í leikinn.
0
19:22 - Liðin kynnt til leiks og þar með fer stemningin í gang. Íslensku leikmönnunum fagnað af miklum krafti. Áhorfendur rísa á fætur og hvetja þá.
0
19:20 - Tíu mínútur í leik og liðin hita upp af krafti. Skothríð á báðar körfurnar. Nú er spurning hvort liðið kemur betur stemmt til leiks. Ef maður ætti að dæma af líkamstjáningu liðanna væri íslenska liðið líklegra til að byrja af krafti.
0
19:16 - Laugardalshöllin er orðin þétt setin, korteri fyrir leik, enda er uppselt eins og áður sagði. Synd að það skuli ekki vera hægt að koma fleiri en 2.200 áhorfendum á heimaleik Íslands.
0
19:14 - „Við þurf­um fulla höll og mikla stemn­ingu. Við þurf­um að passa upp á bolt­ann á sókn­ar­helm­ingi og við þurf­um að stíga upp í fleiri stöðum. Þetta má ekki vera bara Mart­in, Elv­ar og Tryggvi. Nú þurfa all­ir að koma með fram­lag sem hef­ur áhrif á varn­ar­leik­inn og sókn­ar­leik­inn, við þurf­um fram­lag frá öll­um," sagði Baldur ennfremur í viðtalinu sem birtist á mbl.is í morgun.
0
19:12 - „Tyrk­ir eru með miklu betra lið en Ung­verj­arn­ir, sem við töpuðum fyr­ir á fimmtu­dag­inn. En við vit­um að við get­um al­veg unnið svona lið þegar mikið er í húfi," sagði Bald­ur Þór Ragn­ars­son aðstoðarþjálfari íslenska liðsins í viðtali sem birtist á mbl.is í morgun.
„Til að vinna Tyrki þurf­um við hins veg­ar að spila hinn full­komna leik. Það get­um við gert og það höf­um við gert, eins og í úti­leikj­un­um við Ítal­íu og Tyrk­land í þess­ari keppni," sagði Bald­ur ennfremur.
0
19:09 - Tyrkir eru í 27. sætinu á heimslista FIBA en Ísland er í 51. sæti. Samt mun Ísland ná öðru sætinu í riðlinum úr höndum Tyrkja, takist liðinu að vinna leikinn í kvöld með tveggja stiga mun.
0
18:57 - Þýskaland, Svartfjallaland og Svíþjóð tryggðu sér sæti í lokakeppni EM í dag en þessi lið voru öll í D-riðli ásamt Búlgaríu. Ekkert þeirra var komið áfram fyrir lokaumferðina en það kom í hlut Búlgara að sitja eftir. Þar með er ljóst hverjar 23 þjóðirnar verða af þeim 24 sem leika í lokakeppni EM 2025 og 24. og síðasta sætið fellur í hendur Íslendinga eða Ungverja í kvöld.
0
18:50 - Þrír leikmenn sem léku með Tyrkjum þegar þeir töpuðu fyrir Ítölum á heimavelli á fimmtudagskvöldið eru ekki með í kvöld. Það eru Cedi Osman, framherji hjá Panathinaikos í Grikklandi, og þeir Shane Larkin og Erkan Yilmaz, leikmenn tyrkneska Euroleague-liðsins Anadolu Efes. Í þeirra staða koma Yigit Arslan, Emre Melih Tunca og Erten Gazi. Osman var stigahæstur Tyrkjanna gegn Ítölum með 16 stig og Larkin skoraði 4 stig en þeir voru tveir af þeim sem spiluðu mest í þeim leik.
0
18:44 - Það eru enn 46 mínútur í leikinn en það er komið mikið af fólki í áhorfendastúkurnar í Laugardalshöllinni. Það er uppselt á leikinn, 2.200 manns.
0
18:39 - Lið Íslands: 3 Ægir Þór Steinarsson, 5 Hilmar Smári Henningsson, 10 Elvar Már Friðriksson, 12 Kári Jónsson, 14 Kristinn Pálsson, 15 Martin Hermannsson, 24 Haukur Helgi Pálsson, 29 Orri Gunnarsson, 32 Tryggvi Snær Hlinason, 34 Styrmir Snær Þrastarson, 41 Bjarni Guðmann Jónsson, 66 Sigtryggur Arnar Björnsson.
0
18:38 - Lið Tyrklands: 2 Sehmus Hazer, 7 Yigit Arslan, 9 Emre Melih Tunca, 10 Onuralp Bitim, 11 Erten Gazi, 12 Sadik Emir Kabaca, 14 Furkan Haltali, 16 David Mutaf, 22 Furkan Korkmaz, 24 Ercan Osmani, 55 Kenan Sipahi, 77 Muhsin Yasar.
0
18.30 - Jón Axel Guðmundsson er ekki með íslenska liðinu í kvöld eftir að hafa orðið fyrir nárameiðslum í leiknum í Ungverjalandi á fimmtudaginn. Kári Jónsson kemur í hans stað og spilar sinn 35. landsleik.
0
18.30 - Velkomin með mbl.is í Laugardalshöllina þar sem Ísland og Tyrkland mætast í lokaumferð undankeppni EM. Ítalía og Ungverjaland leika á sama tíma. Ítalía með 8 stig og Tyrkland með 6 eru komin á EM en Ísland með 4 stig og Ungverjaland með 2 berjast um síðasta sætið. Ungverjar fara áfram ef þeir vinna Ítali og Ísland tapar fyrir Tyrkjum, annars er það Ísland sem fer á EM 2025 sem hefst 27. ágúst í fjórum löndum.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Aleksandar Glisic, Serbíu, Alexandre Deman, Frakklandi, og Juozas Barkauskas, Litháen

Lýsandi: Víðir Sigurðsson og Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Laugardalshöll
Áhorfendafjöldi: Uppselt

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert