Njarðvík og Þór líklegri

Hin tvítuga Eva Wium Elíasdóttir stýrir öflugum sóknarleik Þórs frá …
Hin tvítuga Eva Wium Elíasdóttir stýrir öflugum sóknarleik Þórs frá Akureyri styrkri hendi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Það er aldrei hægt að úti­loka eitt­hvað óvænt í bik­ar. En auðvitað eru all­ar lík­ur á því að þetta verði Njarðvík og Þór í úr­slit­um. Í leikj­um þess­ara liða í vet­ur hafa Njarðvík og Þór unnið þessa inn­byrðis leiki og stund­um nokkuð ör­ugg­lega.

Það þarf alla­vega mikið að breyt­ast hjá Hamri/Þ​ór og Grinda­vík ef þau ætla að vinna sína leiki. Ég myndi aldrei úti­loka það en ef ég á að fara að tippa væri það á Njarðvík – Þór, eins og flest­ir held ég.

Ég verð að vera svo­lítið í meg­in­straumn­um í þetta skiptið,“ sagði Bene­dikt Guðmunds­son, þjálf­ari karlaliðs Tinda­stóls og fyrr­ver­andi þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins, beðinn um að rýna í undanúr­slita­leiki bik­ar­keppni kvenna í körfuknatt­leik sem fara fram í Smár­an­um í Kópa­vogi í kvöld.

Njarðvík og Ham­ar/Þ​ór ríða á vaðið klukk­an 17.15 og Grinda­vík og Þór frá Ak­ur­eyri mæt­ast svo klukk­an 20. Morg­un­blaðið fékk Bene­dikt til að rýna í hvert lið fyr­ir sig, mögu­leika þeirra í undanúr­slit­um og lyk­il­menn liðanna.

Njarðvík get­ur unnið titla

„Njarðvík­urliðið er búið að vera gríðarlega flott. Þessi stefna sem Njarðvík tók með þetta lið, að ná þess­ari blöndu af virki­lega sterk­um út­lend­ing­um og síðan ung­um og efni­leg­um stelp­um, hef­ur al­veg svín­virkað fyr­ir Njarðvík í vet­ur.

Þrátt fyr­ir að bæði fækka er­lend­um leik­mönn­um og missa síðan tvo frá­bæra Íslend­inga hef­ur liðið ein­hvern veg­inn styrkst. Ein­ar Árni [Jó­hanns­son þjálf­ari] er bú­inn að búa til þrusulið. Þetta síðasta púsl í Paul­inu Hersler hef­ur tekið þetta lið úr því að vera eitt­hvert svona spútniklið í að verða lið sem get­ur unnið titla og þar á meðal bik­ar­inn núna um næstu helgi.

Bene­dikt fer ít­ar­lega yfir liðin fjög­ur sem leika í undanúr­slit­un­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert