Íslandsmeistararnir niðurlægðu bikarmeistarana

Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld.
Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Það verða Vals­menn sem mæta KR-ing­um í úr­slita­leik bik­ar­keppni karla í körfu­bolta eft­ir 91:67-sig­ur á Kefla­vík í undanúr­slit­um keppn­inn­ar í Smár­an­um í kvöld. 

Kefl­vík­ing­ar byrjuðu leik­inn vel og komust í 4:0. Þá vöknuðu Vals­menn til lífs­ins og hófu leik­inn fyr­ir sína parta með því að skora níu stig í röð. Kefl­vík­ing­um tókst að saxa á for­skot Vals fyr­ir lok fyrsta leik­hluta og var staðan 21:19 fyr­ir Val þegar fyrsta leik­hluta lauk. 

Vals­menn sýndu af hverju þeir eru ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar í öðrum leik­hluta. Þeir gjör­sam­lega yf­ir­spiluðu Kefl­vík­inga á tíma­bili og settu hverja þriggja stiga körf­una á fæt­ur ann­arri. 

Tvær þriggja stiga körf­ur í röð frá Kristni Páls­syni og önn­ur frá Kára Jóns­syni kom Vals­mönn­um held­ur bet­ur á bragðið og var staðan orðin 34:26. Vals­menn hættu ekki þarna held­ur héldu áfram að byggja upp for­skot sitt. Þegar öðrum leik­hluta lauk var mun­ur­inn orðinn 16 stig og staðan 51:35 fyr­ir Val.

Vals­menn stjórnuðu ferðinni

Seinni hálfleik­ur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Vals­menn réðu ríkj­um frá upp­hafi þriðja leik­hluta og þegar rétt um þrjár mín­út­ur voru liðnar af leik­hlut­an­um voru Vals­menn 20 stig­um yfir í stöðunni 59:39. 

Kefl­vík­ing­ar náðu á tíma­bili að klóra í bakk­ann og minnka mun­inn í 15 stig í stöðunni 51:46 fyr­ir Val. Þá kom enn eitt áhlaupið frá Vals­mönn­um sem má segja að hafi varað út leik­hlut­ann. 

Vals­menn settu niður hvern þrist­inn á fæt­ur öðrum og lokakarfa þriðja leik­hluta var skraut­leg þegar Krist­inn Páls­son fór í hraðaupp­hlaup, setti bolt­ann yfir körf­una og þar mætti Taiwo Hass­an Badm­us og tróð bolt­an­um viðstöðulaust í körf­una. Sann­kölluð sirku­skarfa og staðan 77:49 og Vals­menn að leika sér að Kefl­vík­ing­um í þess­um undanúr­slita­leik.

Það er í raun lítið sem þarf að segja um fjórða leik­hlut­ann sem var forms­atriði fyr­ir Vals­menn enda með unn­inn leik eft­ir stór­kost­leg­an ann­an og þriðja leik­hluta. 

Hrósa þarf Kefl­vík­ing­um fyr­ir að hætta aldrei þrátt fyr­ir að eiga aldrei mögu­leika á að vinna sig inn í leik­inn og reyndu þeir að laga stöðuna eins og hægt var. 

Fór svo að Vals­menn unnu 24 stiga sig­ur og mæta erkifjend­um sín­um úr KR í úr­slita­leik á laug­ar­dag. 

Call­um Reese Law­son skoraði 12 stig og tók Remu Emil Raitan­en átta frá­köst fyr­ir Kefla­vík. Krist­inn Páls­son skoraði 21 stig og Adam Ramsted tók átta frá­köst fyr­ir Val.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kefla­vík 67:91 Val­ur opna loka
mín.
39
67:91. Frosti Sigurðsson með fallega troðslu fyrir Keflavík. Smá sárabætur vonandi.
39
65:89. Valsmenn eru í sókn. 24 stiga munur og 1:35 eftir af leiknum.
38
64:89. Valsmenn með tvist.
38
64:87. Keflvíkingar eru farnir að týnast út úr Smáranum. Orðið ansi tómlegt í stúkunni þeirra.
37
64:87. Joshua er kominn með 5 villur og leikur ekki meira með.
36
61:87. Kristinn Pálsson með enn einn þristinn.
35
61:84. Jaka Brodnik setur þrist.
34
58:84. Þristur frá Valsmönnum og munurinn er 26 stig. Valsmenn vinna síðan boltann.
34
57:81. Keflvíkingar búnir að minnka muninn í 24 stig.
33
53:81. Valsmenn eru að sigla þessum sigri þægilega heim.
33
53:81. Valsmenn eru að sigla þessum sigri þægilega heim.
31
51:77. Ty-Shon með stig fyrir Keflavík.
31 Fjórði leikhluti hafinn
49:77. Valsmenn byrja fjórða leikhluta og ætla að auka muninn í amk 30 stig.
30 Þriðja leikhluta lokið
49:77. 28 stiga munur og Keflavík er aldrei að fara vinna þann mun upp á 10 mínútum.
30
49:77. Valsmenn eru að niðurlægja Keflvíkinga hér. Kristinn Pálsson setur boltann upp í loftið í hraðaupphlaupi og Badmus treður viðstöðulaust. Sannkölluð sirkus troðsla.
30
49:72. Joshua setur aftur þrist.
30
49:72. Joshua setur þrist.
28
46:69. Kristinn Pálsson setur þrist og veitir Keflvíkingum hér náðarhöggið í þessum leik. Munurinn er 23 stig og Valsmenn eru að fara í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Ég segi það og skrifa hér!
27
46:66. Þeir hinsvegar raðast niður hjá Val. Hjálmar setur hér einn þegar skotklukkan baular. Gild karfa. Munurinn er aftur kominn í 20 stig.
26
46:63. Þristarnir hjá Keflavík eru bara ekki að fara ofan í. Þeir voru að reyna enn einn.
26
46:63. Tvistur frá Joshua en vítið sem hann fékk að auki fór ekki niður.
25
46:51. Ty-Shon með tvö víti niður. 15 stiga munur.
25
44:61. Keflavík setti þrist á móti tvistinum frá Val og munurinn er 17 stig og Keflvíkingar vinna boltann. Vonandi eru þeir að komast í gang því við viljum að sjálfsögðu fá háspennu og dramatík hérna í Smáranum.
25
41:59. Hilmar setur niður tvö vítaskot fyrir Keflavík. 18 stiga munur.
24
39:59. Keflavík reynir þrist. Hitta ekki. Valsmenn eru í sókn en tapa boltanum.
24
39:59. Þristur frá Kristni Pálssyni og hann virðist vera að fá vítaskot að auki. Brotið á honum í loftinu. Dómararnir ætla að kíkja á sjónvarpið.
24
39:56. Tvistur frá Keflavík.
24
37:56. Þá kemur bara gullfallegur þristur frá Badmus.
23
37:53. Brodnik með tvist.
23
35:53. Þristarnir vilja ekki niður hjá Keflavík. Þeir verða samt að fara gera það því annars fer þetta að verða einstefna fyrir Valsmenn og það vill enginn horfa á þannig undanúrslitaleik. Nema kannski Valsmenn.
22
35:53. Skotklukkan rennur út hjá Valsmönnum og Keflavík er í sókn.
22
35:53. Keflavík missr boltann og Valsmenn sækja.
21
35:53. Valsmenn hinsvegar setja tvist og munurinn er 18 stig. Mikil brekka framundan hjá Keflavík.
21
35:51. Keflvíkingar klikka á sinni fyrstu sókn í seinni hálfleik.
21 Síðari hálfleikur hafinn
35:51. Keflavík byrjar leikinn og freistar þess að minnka muninn í leikinn.
20 Hálfleikur
35:51. Valsmenn fara með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn.
20
35:51. Joshua með þrjú vítaskot niður.
20
35:48. Þristur frá Keflvíkingum og munurinn er 13 stig.
19
32:48. Enn einn þristurinn frá Valsmönnum.
19
32:45. Nigel Pruitt með tvö vítaskot niðri.
19
30:45. Kristinn Pálsson setti tvist og fékk að auki víti sem hann setti niður.
18
30:42. Halldór Garðar setur nður tvö vítaskot og minnkar muninn í 12 stig.
18
28:42. Það gengur ekkert hjá Keflavík í þessum leikhluta. Þeir eru bara hættir að hitta. Valsmenn eru í sókn.
17
28:42. Kristinn Pálsson setur tvist og er kominn með 9 stig í þessum leikhluta. 14 stiga munur.
16
28:40. Callum setti tvist fyrir Keflavik en Kristinn Pálsson setti sinn þriðja þrist í þessum leikhluta. 12 stiga munur.
15
26:37. Valsmenn 11 stigum yfir. Keflavík þarf að fara komast í gang aftur.
15
26:36. 10 stiga minur og Adam er að auki á leiðinni á vítalínuna.
15
26:34. Þrír þristar í röð frá Valsmönnum og Sigurður Ingimundarson verður að stoppa blæðinguna og tekur leikhlé. Kári með þennan flotta þrist. Hann er kominn í 8 stig.
14
26:31. Kristinn Pálsson með annan þrist. 5 stiga munur.
14
26:28. Kristinn Pálsson setur þrist og Valsmenn leiða með tveimur stigum. Valsmenn vinna síðan boltann og eru í sókn.
13
26:25. Hilmar með tvist og Keflavík er yfir.
13
24:25. Kári með tvist og nú er Valur yfir.
13
24:23. Hilmar setur vítið niður og Keflavík er stigi yfir.
13
21:23. Acox kemur Val yfir.
12
23:23. Hilmar setur tvist og fær að auki víti.
12
21:21. Allt jafnt. Remu jafnar fyrir Keflavík.
11
19:21. Keflvíkingar stela boltanum og fara í sókn. Callum reynir þrist en klikkar. Valsmenn eru því aftur komnir í sókn. Bæði lið búin að klikka á sínum fyrstu sóknum í öðrum leikhluta.
11 Annar leikhluti hafinn
19:21. Valsmenn byrja annan leikhluta.
10 Fyrsta leikhluta lokið
19:21. Valsmenn leiða með tveimur stigum.
10
19:21. Callum treður boltanum fyrir Keflavík. 23,8 sekúndur eftir af fyrsta leikhluta.
10
17:21. Joshua með þrist fyrir Valsmenn.
9
17:18. Valsmenn með tvist og eru yfir.
9
17:16. Og annar þristur frá Keflavík. Þeim er að rigna núna.
8
16:14. Þristur frá Valsmönnum.
8
14:13. Igor Maric kemur Keflavík yfir með þristi.
6
11:13. Valsmenn settu tvist en þá kom þristur frá Igor Maric. Tveggja stiga munur og Keflavík er í sókn.
5
8:11. Brotið á Callum í loftinu en hann setur boltann ofan í og fær að auki víti.
5
6:11. Valsmenn með tvist.
5
6:9. Callum með tvö víti niður fyrir Keflavík.
4
4:9. 9 stig í röð frá Valsmönnum. Adam með tvist.
3
4:7. 7 stig í röð frá Valsmönnum. Kári með þrist.
3
4:4. Valur jafnar. Acox með troðslu!
2
4:2. Adam setur fyrstu stig Vals í kvöld. Það er troðsla takk fyrir!
1
4:0. Keflvíkingar vinna boltann og Jaka setur tvist.
1
2:0. Ty-Shon kemur Keflvíkingum yfir.
1 Leikur hafinn
0:0. Leikurinn er hafinn og það er Keflavík sem vinnur uppkastið.
0
0
Það eru um 10 mínútur í að leikurinn hefjist og liðin eru að klára upphitun. Það er farið að þéttast ansi vel í stúkum liðanna. Keflvíkingar eru byrjaðir að syngja og tralla. Hlíðarendafólk situr rólegt og bíður eftir leiknum allt þangað til leikmenn þeirra hlaupa inn á völlinn en þá kviknar heldur betur á þeim.
0
Lið Valsmanna í kvöld: Adam Ramstedt, Hjálmar Stefánsson, Ástþór Atli Svalason, Taiwo Hassan Badmus, Kristófer Acox, Frank Aron Booker, Kristinn Pálsson, Joshua Jefferson, Kári Jónsson, Finnur Tómasson, Karl Kristján Sigurðarson og Björn Kristjánsson.
0
Lið Keflavíkur í kvöld Einar Örvar Gíslason, Jaka Brodnik, Frosti Sigurðsson, Ty-Shon Alexander, Halldór Garðar Hermannsson, Jakob Máni Magnússon, Hilmar Pétursson, Callum Reese Lawson, Sigurður Pétursson, Nigel Pruitt, Remu Emil Raitanen og Igor Maric.
0
Valsmenn hafa unnið síðustu tvær viðureignir liðanna. Síðast fóru leikar 80:71 og þar á undan vann Valur 24 stiga sigur. Fyrirfram segja flestir að Valsmenn fari í úrslitaleikinn en það skal aldrei afskrifa Keflavíkurhraðlestina og þá sérstaklega í ljósi þess að KR vann Stjörnuna hér fyrr í kvöld, þvert á spár margra.
0
Það er ljóst að KR-ingar munu leika til úrslita gegn öðru hvoru liðinu sem hér eru að mætast næsta laugardag.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Vals í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Davíð Kristján Hreiðarsson

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Smárinn

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert