KR og Stjarnan áttust við í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins í bikarkeppni karla í körfubolta í Smáranum í Kópavogi og lauk leiknum með sigri Vesturbæinga, 94:91. KR-ingar mæta annað hvort Keflavík eða Val í úrslitaleik á laugardaginn í Smáranum en liðin mætast síðar í kvöld.
Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn og skiptust liðin á að taka forystuna þó Stjarnan hafi haft hana í lengri tíma af hálfleiknum. Stjarnan náði mest 7 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum í stöðunni 20:13 en KR-ingum tókst að jafna leikinn rétt áður en fyrsti leikhlutinn kláraðist með þriggja stiga körfu frá Orra Hilmarssyni.
Staðan eftir fyrsta leikhlutann jöfn 25:25.
Í öðrum leikhluta var jafnt á öllum tölum og munurinn milli liðanna aldrei meira en 4 stig og oftast bara tvö stig. KR-ingar voru yfir eftir tæplega 18 mínútur í stöðunni 45:41 en Stjörnunni tókst að ná forystu í stöðunni 47:45 fyrir Stjörnuna.
Lokamínúta leikhlutans var ansi spennandi en KR jafnaði í stöðunni 47:47 og komust síðan yfir 50:47 með þriggja stiga körfu frá Þorvaldi Orra Árnasyni. Stjarnan jafnaði leikinn strax í 50:50 með þriggja stiga körfu frá Hilmari Smára Henningssyni.
KR-ingum tókst að komast 52:50 yfir með tveimur vítaskotum frá Þorvaldi Árna en þá kom þriggja stiga karfa frá Jase Febres og Stjarnan var komin yfir 53:52 sem voru hálfleikstölur.
KR-ingar byrjuðu þriðja leikhlutann vel og náðu 55:53 forskot. Gríðarlegur hraði var í leikhlutanum og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að lúta í lægri hlut í þessum leik.
Leikhlutinn var ansi lýkur öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á að vera yfir. Kr-ingar náðu mesta forskotinu í stöðunni 65:60 en Stjörnumenn söxuðu það niður og komust yfir í stöðunni 67:66. Fór svo að leikhlutinn endaði þannig að KR-ingar leiddu með einu stigi fyrir fjórða leikhlutann. Staðan eftir þriðja leikhluta 73:72.
Fjórði leikhluti var ekki fyrir viðkvæma. Ægir Þór Steinarsson fyrirliði Stjörnunnar byrjaði leikhlutann á að koma þeim 74:73 yfir. KR-ingar sættu sig ekki við það og komust yfir í stöðunni 78:76.
Spennan síðustu mínútur leiksins voru rosalegar. KR-ingar náðu 4 stiga forskoti í stöðunni 91:87. Stjörnunni tókst að minnka muninn í 92:91 og vinna síðan boltann þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Það endaði með því að Ægir Þór tók þriggja stiga skot en klikkaði.
KR-ingar fengu því lokasóknina og létu tímann líða. KR er því á leið í bikarúrslitaleikinn gegn annað hvort Val eða Keflavík á laugardag.
Þorvaldur Orri Árnason skoraði 22 stig fyrir KR og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson tók 7 fráköst. Jase Febres skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Stjörnuna.
KR | 94:91 | Stjarnan |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
mÃÂn.
Sjá meira
Sjá allt
Chelsea:
(4-3-3)
Mark:
Kepa Arrizabalaga.
Vörn:
Reece James, Andreas Christensen, Kurt Zouma, Marcos Alonso.
Miðja:
Mateo Kovacic (Ross Barkley 79), Jorginho (Tammy Abraham 79), N'Golo Kanté.
Sókn:
Kai Havertz (Fikayo Tomori 46), Timo Werner, Mason Mount.
Liverpool:
(4-3-3)
Mark:
Alisson.
Vörn:
Trent Alexander-Arnold, Fabinho, Virgil van Dijk, Andrew Robertson.
Miðja:
Naby Keita (James Milner 64), Jordan Henderson (Thiago 46), Georginio Wijnaldum.
Sókn:
Mo Salah, Roberto Firmino (Takumi Minamino 86), Sadio Mané.
Skot:
Chelsea
3 (1)
-
Liverpool
7 (3)
Lýsandi: Leikur hefst Aðstæður: Dómari: Paul Tierney |