Settum stór skot í lokin

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í baráttunni í kvöld.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Jakob Örn Sig­urðar­son þjálf­ari KR-ing­ar var held­ur bet­ur ánægður með að lið hans væri komið í bikar­úr­slita­leik­inn gegn annað hvort Val eða Kefla­vík þegar mbl.is náði af hon­um tali strax eft­ir sig­ur­inn á Stjörn­unni í dag. Spurður út í leik­inn sagði Jakob þetta.

„Mér fannst við ná að loka vörn­inni á góðum tíma­punkti. Þegar leið á leik­inn fór­um við að frá­kasta bet­ur en sá hluti byrjaði illa hjá okk­ur. Þetta er svona leik­ur sem er fram og til baka og þá skipta stóru skot­in máli og við sett­um stór skot í lok­inn. Við sett­um vít­in okk­ar og þrist­ana okk­ar niður í lok­in og ég held að það hafi á end­an­um skilað okk­ur sigr­in­um.“

Skipti það máli þegar á heild­ina er litið að KR var yfir fyr­ir loka leik­hlut­ann?

„Per­sónu­lega finnst mér það ekki skipta máli. Mér fannst meira máli skipta að þegar þeir náðu skot­um sem komu þeim yfir þá átt­um við alltaf svar. Við urðum ekki hrædd­ir eða litl­ir. Við brugðumst alltaf við þegar þeir settu nokk­ur stig í röð og rétt­um okk­ur af. Mér fannst það mjög mik­il­vægt í heild­inni.“

Á sama tíma og Stjarn­an er að berj­ast um deild­ar­meist­ara­titil þá er KR að berj­ast um að fá að vera með í úr­slita­keppn­inni í apríl. Fyr­ir­fram út frá þeim upp­lýs­ing­um þá var Stjarn­an lík­legri sig­ur­veg­ari hér í dag en bik­ar­keppn­in hef­ur kennt okk­ur að þar er ekki á vís­an að róa. Eru KR-ing­ar að sýna hvað koma skal á næstu miss­er­um með þess­um úr­slit­um?

„Já það er al­veg hægt að segja það. Við höf­um sýnt það í vet­ur að þegar við spil­um vel og eig­um góða leiki þá erum við mjög flott­ir. Við höf­um sýnt það á móti þess­um toppliðum. Þannig að jú við höf­um al­veg sýnt þessa frammistöðu áður í vet­ur en okk­ar akki­les­ar­hæll er kannski að við höf­um ekki náð að sýna stöðug­leika með slíkri frammistöðu. En hæfi­leik­arn­ir og get­an er klár­lega til staðar til þess að ná úr­slit­um gegn þess­um toppliðum.“

Framund­an hér er leik­ur Vals og Kefla­vík­ur. Þú hlýt­ur að vera með óska­mót­herja á laug­ar­dag­inn ekki satt?

„Þetta eru ólík lið. Vals­menn eru á miklu skriði eft­ir ára­móti og spila vel. Þeir eru að sigra leiki jafn­vel þó þeir spili illa. Kefla­vík er búið að vera í miklu basli þannig að þetta eru lið á gjör­ólík­um stað en bæði mjög hættu­leg.

Vals­menn eru gríðarlega sterkt varn­ar­lið á meðan Kefla­vík spil­ar hraðan sókn­ar­bolta. Það er eig­in­lega ekk­ert hægt að segja hvort væri betra fyr­ir KR. Þetta væru bara tveir mjög ólík­ir leik­ir,“ sagði Jakob Örn í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert