Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR-ingar var heldur betur ánægður með að lið hans væri komið í bikarúrslitaleikinn gegn annað hvort Val eða Keflavík þegar mbl.is náði af honum tali strax eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. Spurður út í leikinn sagði Jakob þetta.
„Mér fannst við ná að loka vörninni á góðum tímapunkti. Þegar leið á leikinn fórum við að frákasta betur en sá hluti byrjaði illa hjá okkur. Þetta er svona leikur sem er fram og til baka og þá skipta stóru skotin máli og við settum stór skot í lokinn. Við settum vítin okkar og þristana okkar niður í lokin og ég held að það hafi á endanum skilað okkur sigrinum.“
Skipti það máli þegar á heildina er litið að KR var yfir fyrir loka leikhlutann?
„Persónulega finnst mér það ekki skipta máli. Mér fannst meira máli skipta að þegar þeir náðu skotum sem komu þeim yfir þá áttum við alltaf svar. Við urðum ekki hræddir eða litlir. Við brugðumst alltaf við þegar þeir settu nokkur stig í röð og réttum okkur af. Mér fannst það mjög mikilvægt í heildinni.“
Á sama tíma og Stjarnan er að berjast um deildarmeistaratitil þá er KR að berjast um að fá að vera með í úrslitakeppninni í apríl. Fyrirfram út frá þeim upplýsingum þá var Stjarnan líklegri sigurvegari hér í dag en bikarkeppnin hefur kennt okkur að þar er ekki á vísan að róa. Eru KR-ingar að sýna hvað koma skal á næstu misserum með þessum úrslitum?
„Já það er alveg hægt að segja það. Við höfum sýnt það í vetur að þegar við spilum vel og eigum góða leiki þá erum við mjög flottir. Við höfum sýnt það á móti þessum toppliðum. Þannig að jú við höfum alveg sýnt þessa frammistöðu áður í vetur en okkar akkilesarhæll er kannski að við höfum ekki náð að sýna stöðugleika með slíkri frammistöðu. En hæfileikarnir og getan er klárlega til staðar til þess að ná úrslitum gegn þessum toppliðum.“
Framundan hér er leikur Vals og Keflavíkur. Þú hlýtur að vera með óskamótherja á laugardaginn ekki satt?
„Þetta eru ólík lið. Valsmenn eru á miklu skriði eftir áramóti og spila vel. Þeir eru að sigra leiki jafnvel þó þeir spili illa. Keflavík er búið að vera í miklu basli þannig að þetta eru lið á gjörólíkum stað en bæði mjög hættuleg.
Valsmenn eru gríðarlega sterkt varnarlið á meðan Keflavík spilar hraðan sóknarbolta. Það er eiginlega ekkert hægt að segja hvort væri betra fyrir KR. Þetta væru bara tveir mjög ólíkir leikir,“ sagði Jakob Örn í samtali við mbl.is.
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |