Stundum þróast svona leikir á þennan hátt

Frank Aron Booker fagnar í kvöld.
Frank Aron Booker fagnar í kvöld. mbl.is/Eyþór

Finn­ur Freyr Stef­áns­son þjálf­ari Vals­manna var að von­um ánægður með 24 stiga sig­ur á Kefla­vík í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í körfu­bolta í kvöld. Spurður að því hvað hafi skapað sig­ur­inn fyr­ir Vals­menn í kvöld sagði Finn­ur þetta.

„Um leið og við náðum að láta varn­ar­leik­inn smella eft­ir smá erfiðleika í byrj­un og feng­um ró í sókn­ar­leik­inn þá fór þetta að ganga vel fannst mér. En það var heilt yfir góður varn­ar­leik­ur sem skilaði þessu hjá okk­ur,“ sagði Finn­ur.

Fyrsti leik­hlut­inn var nokkuð jafn en síðan kom ann­ar leik­hluti þá skildu leiðir og Vals­menn af­greiddu Kefl­vík­inga nokkuð þægi­lega. Sýna þessi úr­slit raun­veru­leg­an getumun á þess­um tveim­ur liðum?

„Nei alls ekki. Það koma svona tíma­punkt­ar þar sem allt fer niður hjá okk­ur. Krist­inn Páls­son set­ur tvo þrista í röð og Jos­hua set­ur fullt af flott­um körf­um og mik­inn kraft. Síðan þró­ast svona leik­ir stund­um svona þegar and­stæðing­ur­inn er kom­inn í vand­ræði og fer að flýta sér. Þá ger­ast mis­tök og mun­ur­inn fer að aukast. Stund­um þró­ast svona leik­ir á þenn­an hátt.“

Það verður slag­ur tveggja erkifjenda hérna á laug­ar­dag­inn þegar Vals­menn mæta KR-ing­um í úr­slit­um. Hvernig sérðu það verk­efni fyr­ir þér?

„KR-ing­ar eru með hörkulið og vel mannaðir. Frá­bær hefð í vest­ur­bæn­um sem ég þekki ansi vel sjálf­ur. Við Vals­menn erum bara spennt­ir að fara í úr­slita­leik­inn al­veg sama hvort það sé á móti KR eða ein­hverju öðru liði.“

Er eitt­hvað sem þú vilt sjá þitt lið gera bet­ur í leikn­um á laug­ar­dag­inn?

„Það er alltaf eitt­hvað sem við þjálf­ar­ar get­um fundið. Það eru fullt af hlut­um sem við get­um gert bet­ur. Það er líka bara veg­ferðin sem við erum á að reyna verða betri með hverj­um leik. Við þurf­um að skoða þenn­an leik og læra af hon­um. Verða síðan ennþá betri á laug­ar­dag­inn,“ sagði Finn­ur Freyr í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert