Verðum að gera betur en þetta

Jase Febres sækir að KR-ingum í kvöld.
Jase Febres sækir að KR-ingum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Þau ger­ast varla sár­ari töp­in en þau sem áttu sér stað þegar Stjarn­an datt út gegn KR í undanúr­slitaviður­eign liðanna í kvöld, 94:91. Bald­ur Þór Ragn­ars­son þjálf­ari Stjörn­unn­ar hafði þetta að segja strax eft­ir leik.

„Það sem verður okk­ur að falli í dag er varn­ar­leik­ur­inn og stutta svarið er að við skipt­umst á körf­um all­an leik­inn og það voru þeir sem enduðu á að skora meira en við.“

Ef við för­um aðeins dýpra ofan í varn­ar­leik­inn, hvað vantaði upp á þar hjá þínum leik­mönn­um?

„Við erum slak­ir einn á einn og þeir gera líka vel með því að hitta mun bet­ur en þeir hafa gert í all­an vet­ur. Það er líka gríðarlega sterkt fyr­ir KR að fá fjóra þrista frá Þor­valdi og einn frá Veig­ari. Það er alltaf erfitt þegar það kem­ur eitt­hvað frá liðum sem er ekki vana­legt. 

Þeir gerður gríðarlega vel og hittu úr sín­um skot­um. Ni­mrod Hilli­ard er líka mjög góður og dreg­ur mikið að sér og ef þeir hitta vel í kring­um hann þá er erfitt að ná stopp­um.“

Það leit samt út á tíma­bili eins og Stjarn­an væri að fara ná tök­um á leikn­um en síðan gerðist það ekki. Voru það óvænt­ar skytt­ur KR-inga sem kosta ykk­ur sig­ur­inn hér í dag?

„Já að hluta til. Við auðvitað leyfðum eng­um að skjóta frí­skot en ef varn­ar­menn­irn­ir mín­ir koma inn og hjálpa og þeir gefa út þá er það bara vel gert ef þeir skora þrista með mann hlaup­andi í sig. Það er kannski ástæðan fyr­ir því að þeir enda með fleiri stig en við í lok­in. En við verðum bara að gera bet­ur en þetta. Það er lítið annað hægt að segja.“

Hlyn­ur Bær­ings­son er ekki með í dag vegna meiðsla. Er það hluti af skýr­ing­unni?

„Það er ekki eins og hann sé bú­inn að vera spila 30 mín­út­ur fyr­ir okk­ur í vet­ur en hann gef­ur okk­ur ákveðna hæð. Frá­kasta­bar­átta hans og reynsla heðfi skipt máli og eins og staðan er núna þá þurf­um við hann.“

Nú er bik­ar­draum­ur­inn úti en draum­ur­inn um deild­ar­meist­ara­titil lif­ir enn ekki satt?

„Jú við þurf­um að vinna Njarðvík og Tinda­stóll að tapa en það eitt­hvað sem kem­ur í næstu viku,“ sagði Bald­ur í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert