Þau gerast varla sárari töpin en þau sem áttu sér stað þegar Stjarnan datt út gegn KR í undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld, 94:91. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar hafði þetta að segja strax eftir leik.
„Það sem verður okkur að falli í dag er varnarleikurinn og stutta svarið er að við skiptumst á körfum allan leikinn og það voru þeir sem enduðu á að skora meira en við.“
Ef við förum aðeins dýpra ofan í varnarleikinn, hvað vantaði upp á þar hjá þínum leikmönnum?
„Við erum slakir einn á einn og þeir gera líka vel með því að hitta mun betur en þeir hafa gert í allan vetur. Það er líka gríðarlega sterkt fyrir KR að fá fjóra þrista frá Þorvaldi og einn frá Veigari. Það er alltaf erfitt þegar það kemur eitthvað frá liðum sem er ekki vanalegt.
Þeir gerður gríðarlega vel og hittu úr sínum skotum. Nimrod Hilliard er líka mjög góður og dregur mikið að sér og ef þeir hitta vel í kringum hann þá er erfitt að ná stoppum.“
Það leit samt út á tímabili eins og Stjarnan væri að fara ná tökum á leiknum en síðan gerðist það ekki. Voru það óvæntar skyttur KR-inga sem kosta ykkur sigurinn hér í dag?
„Já að hluta til. Við auðvitað leyfðum engum að skjóta frískot en ef varnarmennirnir mínir koma inn og hjálpa og þeir gefa út þá er það bara vel gert ef þeir skora þrista með mann hlaupandi í sig. Það er kannski ástæðan fyrir því að þeir enda með fleiri stig en við í lokin. En við verðum bara að gera betur en þetta. Það er lítið annað hægt að segja.“
Hlynur Bæringsson er ekki með í dag vegna meiðsla. Er það hluti af skýringunni?
„Það er ekki eins og hann sé búinn að vera spila 30 mínútur fyrir okkur í vetur en hann gefur okkur ákveðna hæð. Frákastabarátta hans og reynsla heðfi skipt máli og eins og staðan er núna þá þurfum við hann.“
Nú er bikardraumurinn úti en draumurinn um deildarmeistaratitil lifir enn ekki satt?
„Jú við þurfum að vinna Njarðvík og Tindastóll að tapa en það eitthvað sem kemur í næstu viku,“ sagði Baldur í samtali við mbl.is.
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |