Doncic sá um Denver

Luka Doncic.
Luka Doncic. AFP/Katelyn Mulcahy

Slóven­inn Luka Doncic átti enn einn stór­leik­inn fyr­ir LA Lakers þegar liðið vann Den­ver Nug­gets 120:108 í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik í nótt.

Doncic skoraði 31 stig, tók átta frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar ásamt því að stela bolt­an­um tvisvar.

Lakers var án Le­Bron James og Den­ver án Ni­kola Jokic og Jamal Murray. All­ir eru þeir að glíma við meiðsli.

Aaron Gor­don fór fyr­ir Den­ver í fjar­veru Jokic og Murray er hann skoraði 26 stig og tók 11 frá­köst.

Skráði nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar

Georgíumaður­inn Sandro Mamu­kelashvili átti stór­brot­inn leik fyr­ir San Ant­onio Spurs í 120:105-sigri á New York Knicks.

Mamu­kelashvili skoraði 34 stig og tók níu frá­köst. Það sem meira er um vert þá gerði hann það á ein­ung­is 19 mín­út­um, sem er met.

Aldrei hef­ur nokk­ur leikmaður skorað 34 stig eða meira á minna en 20 mín­út­um leikn­um í deild­inni. Georgíumaður­inn hef­ur þá aldrei skorað jafn mörg stig í NBA-deild­inni á ferl­in­um.

Devin Booker fór fyr­ir Phoen­ix Suns þegar liðið lagði Chicago Bulls að velli, 127:121, en hann skoraði 41 stig og gaf sjö stoðsend­ing­ar.

Ástr­al­inn Josh Giddey var at­kvæðamest­ur hjá Chicago með 22 stig, sjö frá­köst og sjö stoðsend­ing­ar.

Önnur úr­slit:

Indi­ana – Dallas 135:131
Or­lando – Hou­st­on 108:116
Miami – Detroit 113:116
Minnesota – New Or­le­ans 115:119
Okla­homa – Phila­delp­hia 133:100
Utah – Washingt­on 128:112
Port­land – Memp­his 115:99
Sacra­mento – Cleve­land 123:119

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert