Miðasala hefst eftir dráttinn

Stuðningsmenn Íslands.
Stuðningsmenn Íslands. mbl.is/Ólafur Árdal

Miðasala á EM 2025 í körfuknatt­leik karla mun hefjast skömmu eft­ir að dregið verður í riðla á mót­inu. Drátt­ur­inn fer fram eft­ir viku, 27. mars, og munu Íslend­ing­ar hafa for­kaups­rétt á miðakaup fyrstu fimm dag­ana eft­ir að sala hefst.

Í til­kynn­ingu frá KKÍ kem­ur fram að Íslend­ing­ar fái þenn­an for­kaups­rétt þar sem Ísland var sér­stak­lega valið af gest­gjaf­an­um Póllandi til þess að vera í riðli sem leik­inn verður í Katowice þar í landi.

KKÍ mun gefa út hlekk fyr­ir miðasöl­una á milli 27. til 30. mars og mun til­kynna sér­stak­lega um það.

Rúm­lega 2.500 miðar á hvern leik

Leik­dag­ar eru 28., 30., 31. ág­úst sem og 2. og 4. sept­em­ber. Leiktím­ar eru kl. 14.00, 17.00 og 20.30 að staðar­tíma og leika Pól­verj­ar alltaf síðasta leik dags­ins. KKÍ veit ekki leiktíma strákanna okk­ar fyrr en eft­ir að dregið hef­ur verið í riðla. Miðasölu er skipt í tvennt, hægt er að kaupa einn miða fyr­ir fyrstu tvo leiki hvers dags og svo ann­an miða fyr­ir þann síðasta sem er þá alltaf leik­ur Pól­verja.

Ef þannig fer að Ísland leiki við Pól­land laug­ar­dag­inn 30. ág­úst verða ein­ung­is 1.500 miðar í boði fyr­ir Íslend­inga. Kem­ur það end­an­lega í ljós eft­ir að dregið verður í riðlana hvaða dag strák­arn­ir okk­ar leika við Pól­land.

Á alla aðra leiki mun Ísland fá að minnsta kosti 2.577 miða, sem verða fyr­ir aft­an bekk Íslands.

Verða þrjú verðsvæði í boði og skipt­ist það svona:

Svæði 1 – 95 evr­ur

Svæði 2 – 75 evr­ur

Svæði 2 – 50 evr­ur

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert