Stigahæstur í fjarveru föður síns

Bronny James og Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt.
Bronny James og Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AFP/Katelyn Mulcahy

Bronny James, son­ur goðsagn­ar­inn­ar Le­Bron James, var stiga­hæst­ur í meiðslahrjáðu liði LA Lakers þegar það tapaði stórt á heima­velli fyr­ir Milwaukee Bucks, 89:118, í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik í nótt.

Le­Bron er frá vegna meiðsla og þeir Luka Doncic og Aust­in Rea­ves voru sömu­leiðis fjar­ver­andi í leikn­um í nótt vegna ökkla­meiðsla. Bronny steig þá upp og skoraði 17 stig og gaf fimm stoðsend­ing­ar.

Var hann stiga­hæst­ur hjá Lakers og var þetta í fyrsta sinn sem Bronny kemst í tveggja stafa tölu í stiga­skor­un í 22. leik sín­um í NBA-deild­inni.

Gríska undrið Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo var einu sinni sem áður at­kvæðamest­ur hjá Milwaukee er hann skoraði 28 stig og tók sjö frá­köst.

Jimmy Butler var með þre­falda tvennu fyr­ir Gold­en State Warri­ors í naum­um sigri á Toronto Raptors, 117:114, í San Francisco.

Butler skoraði 16 stig, tók 11 frá­köst og gaf 12 stoðsend­ing­ar. Draymond Green bætti við 21 stigi, sjö frá­köst­um og fimm stoðsend­ing­um.

Scottie Barnes fór fyr­ir Toronto með 29 stig­um, tíu frá­köst­um og sex stoðsend­ing­um.

Önnur úr­slit:

Sacra­mento - Chicago 116:128
Indi­ana - Brook­lyn 105:99 (frl.)
Char­lotte - New York 115:98

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert