Ekki hægt að mæla það

Einar Árni Jóhannsson ræðir við sínar stöllur.
Einar Árni Jóhannsson ræðir við sínar stöllur. mbl.is/Ólafur Árdal

Ein­ar Árni Jó­hanns­son stýrði Njarðvík­urliðinu til sig­urs í úr­slita­leik bik­ar­keppni kvenna í körfu­bolta í dag en liðið vann Grinda­vík, 81:74, í Smár­an­um.

Þetta er í annað sinn sem Njarðvík verður bikar­meist­ari en leik­ur­inn var æsispenn­andi til loka­mín­út­una.

„Mikið hrós á mína leik­menn. Við töluðum um í hálfleik að þær skora 26 af 34 stig­um inn í teign­um, sem er of mikið. 

Í byrj­un seinni hálfleiks vor­um við að standa okk­ur vel varn­ar­lega en svo fara þær að finna gluf­ur og ná sjálfs­trausti.

Á sama tíma fannst mér við vera flýta okk­ur sókn­ar­lega. Þegar við náðum aðeins meiri yf­ir­veg­un á sókn­ar­leik­inn þá fór þetta að ganga. 

Við keyrðum meira á teig­inn og náðum jafn­væg­inu. Þetta var þó tveggja stiga leik­ur þegar mín­úta var eft­ir sem er óþægi­legt. 

Ég er bara hrika­lega ánægður með stelp­urn­ar. Við erum búin að fara í gegn­um alls kon­ar í vet­ur og höf­um þurft að klóra okk­ur upp úr hol­um. 

Ég held að marg­ir sigr­ar og nokk­ur ein­stak­lega erfið töp hafi hjálpað okk­ur að landa þessu,“ sagði Ein­ar Árni beint eft­ir leik. 

Eng­in vildi þetta meira en hún

Em­ilie Sofie Hesseldal skoraði risa­stóra körfu und­ir lok leiks sem varð til þess að Njarðvík vann leik­inn. Ein­ar var aðeins spurður út í skotið.

„Risa­stórt skot og ég er ekki viss um að maður hefði verið kát­ur ef bolt­inn hefði ekki farið ofan í. Hún er búin að vera skjóta ágæt­lega fyr­ir utan í vet­ur og þarna fékk hún gal­opið skot. 

Ég er ánægður með hug­rekkið í henni að láta vaða. Það var ekki upp­leggið. Við vild­um koma Brit í sín færi á blokk­ina. Ef það geng­ur ekki er Em­ilie mjög hættu­leg. Það hefði eng­inn hugsað hana í þriggja stiga skoti en hún fékk opið skot og þetta er svaka­lega gam­an fyr­ir hana. 

Þær vildu þetta rosa mikið all­ar en ég held að eng­in hafi viljað meira en hún.“

Geta staðið í öll­um

Nú eruð þið kom­in með ann­an bik­ar­inn, er stefn­an ekki sett á hinn?

Við ætl­um að gera harða at­lögu að því að koma okk­ur í gegn­um átta liða úr­slit­in. Ég veit að við get­um keppt við öll þessi lið. Ég geri ráð fyr­ir því að við þurf­um að fara erfiðustu leiðina. 

Ég gef mér það að við þurf­um að fara í gegn­um Kefla­vík og Hauka. Ég hugsa ekki lengra en átta liða úr­slit­in og ætla ekki frammúr mér. Þess­ar stelp­ur hafa sýnt það í vet­ur að þær geti staðið í öll­um.“

Mega vera mjög stolt

Hvað þýðir þessi sig­ur fyr­ir Njarðvík?

„Ég veit ekki hvort það sé mæl­an­legt. Formaður minn er bú­inn að vera segja mér að við séum langt á und­an áætl­un. Í fyrra voru fjór­ir er­lend­ir leik­menn og tvær ís­lensk­ar landsliðskon­ur í Njarðvík. 

Við miss­um þær báðar og fækk­um út­lend­ing­um um einn. Eins og ein góð kona sagði við mig í vik­unni: „Ég var ekki viss hvernig þið ætluðuð að gera þetta með þessa leik­menn í burtu.“ 

Svarið er bara töffar­ar. Þetta er bara all­ur hóp­ur­inn. Formaður­inn Hall­dór Karls­son og Krist­ín Örlygs­dótt­ir sem var á und­an hon­um og stjórn­ir þeirra eiga mikið hrós skilið fyr­ir það sem þau þær hafa lagt í kvennalið Njarðvík­ur á und­an­förn­um árum. Þau mega vera mjög stolt í dag,“ bætti Ein­ar Árni við. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert