Einar Árni Jóhannsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta í dag en liðið vann Grindavík, 81:74, í Smáranum.
Þetta er í annað sinn sem Njarðvík verður bikarmeistari en leikurinn var æsispennandi til lokamínútuna.
„Mikið hrós á mína leikmenn. Við töluðum um í hálfleik að þær skora 26 af 34 stigum inn í teignum, sem er of mikið.
Í byrjun seinni hálfleiks vorum við að standa okkur vel varnarlega en svo fara þær að finna glufur og ná sjálfstrausti.
Á sama tíma fannst mér við vera flýta okkur sóknarlega. Þegar við náðum aðeins meiri yfirvegun á sóknarleikinn þá fór þetta að ganga.
Við keyrðum meira á teiginn og náðum jafnvæginu. Þetta var þó tveggja stiga leikur þegar mínúta var eftir sem er óþægilegt.
Ég er bara hrikalega ánægður með stelpurnar. Við erum búin að fara í gegnum alls konar í vetur og höfum þurft að klóra okkur upp úr holum.
Ég held að margir sigrar og nokkur einstaklega erfið töp hafi hjálpað okkur að landa þessu,“ sagði Einar Árni beint eftir leik.
Emilie Sofie Hesseldal skoraði risastóra körfu undir lok leiks sem varð til þess að Njarðvík vann leikinn. Einar var aðeins spurður út í skotið.
„Risastórt skot og ég er ekki viss um að maður hefði verið kátur ef boltinn hefði ekki farið ofan í. Hún er búin að vera skjóta ágætlega fyrir utan í vetur og þarna fékk hún galopið skot.
Ég er ánægður með hugrekkið í henni að láta vaða. Það var ekki uppleggið. Við vildum koma Brit í sín færi á blokkina. Ef það gengur ekki er Emilie mjög hættuleg. Það hefði enginn hugsað hana í þriggja stiga skoti en hún fékk opið skot og þetta er svakalega gaman fyrir hana.
Þær vildu þetta rosa mikið allar en ég held að engin hafi viljað meira en hún.“
Nú eruð þið komin með annan bikarinn, er stefnan ekki sett á hinn?
Við ætlum að gera harða atlögu að því að koma okkur í gegnum átta liða úrslitin. Ég veit að við getum keppt við öll þessi lið. Ég geri ráð fyrir því að við þurfum að fara erfiðustu leiðina.
Ég gef mér það að við þurfum að fara í gegnum Keflavík og Hauka. Ég hugsa ekki lengra en átta liða úrslitin og ætla ekki frammúr mér. Þessar stelpur hafa sýnt það í vetur að þær geti staðið í öllum.“
Hvað þýðir þessi sigur fyrir Njarðvík?
„Ég veit ekki hvort það sé mælanlegt. Formaður minn er búinn að vera segja mér að við séum langt á undan áætlun. Í fyrra voru fjórir erlendir leikmenn og tvær íslenskar landsliðskonur í Njarðvík.
Við missum þær báðar og fækkum útlendingum um einn. Eins og ein góð kona sagði við mig í vikunni: „Ég var ekki viss hvernig þið ætluðuð að gera þetta með þessa leikmenn í burtu.“
Svarið er bara töffarar. Þetta er bara allur hópurinn. Formaðurinn Halldór Karlsson og Kristín Örlygsdóttir sem var á undan honum og stjórnir þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir það sem þau þær hafa lagt í kvennalið Njarðvíkur á undanförnum árum. Þau mega vera mjög stolt í dag,“ bætti Einar Árni við.
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |