Frank Aron Booker skoraði 20 stig fyrir Val í sigrinum á KR 96:78 í úrslitum Vís bikars karla í körfuknattleik í Smáranum í dag.
„Númer eitt, tvö og þrjú er að vinna þennan fallega bikar. En ef maður horfir í frammistöðuna þá þurftum við að gera hlutina erfiða fyrir KR-inga. Ekki leyfa þeim að gera það sem þá langar til að gera á vellinum. Í sókninni var aðal atriðið að leyfa spilinu að flæða og við gerðum það mjög vel þegar okkur tókst að koma forskotinu upp í 20 stig. Þegar við héngum á boltanum og reyndum að búa til færi maður á móti manni þá varð erfiðara fyrir okkur að skora,“ sagði Frank Aron í samtali við mbl.is þegar sigurinn var í höfn.
Hann segir Valsmenn hafa dregið lærdóm af leik gegn KR á Íslandsmótinu.
„Ég er mjög ánægður með hvernig spilaðist úr þessu. Síðast þegar við spiluðum á móti KR þá rústuðu þeir okkur í baráttunni um fráköstin. Bæði í vörn og sókn. Við lögðum þar af leiðandi mikla áherslu á að stíga þá vel út og allir hjálpuðu til í fráköstunum. Við gerðum það miklu betur í þessum leik heldur en síðast þegar við mættum KR,“ sagði Frank Aron og hann var afar ánægður með andrúmsloftið í húsinu enda voru stuðningsmenn liðanna mjög líflegir.
„Já það er smá rígur á milli félaganna. Finnur þjálfari, Kristófer og Björn komu allir frá KR til Vals. Það var pirringur í kringum það um tíma en þetta er körfubolti og þegar leiknum er lokið þá geta menn átt eðlileg samskipti. Ég á til dæmis frænda í KR-liðinu og ég hef bara gaman að þessum ríg,“ segir Frank Aron.
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |