Sá sigursæli kann betur að meta samferðafólkið

Finnur Freyr og Srdjan Tufegdzic þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu …
Finnur Freyr og Srdjan Tufegdzic þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu fallast í faðma eftir að bikarinn fór á loft í Smáranum. mbl.is/Kris

Enn einu sinni hand­fjatlaði körfuknatt­leiksþjálf­ar­inn Finn­ur Freyr Stef­áns­son bik­ar í meist­ara­flokki þegar hann stýrði Val til sig­urs í VÍS bik­ar karla í Smár­an­um í dag. 

Er þetta í fjórða skipti sem Finn­ur verður bikar­meist­ari sem þjálf­ari. Tví­veg­is með KR og tví­veg­is með Val. Þar að auki fimm sinn­um Íslands­meist­ari með KR og tví­veg­is með Val en und­ir hans stjórn eru Vals­menn nú með báða stóru bik­ar­ana í geymslu á Hlíðar­enda. 

Þau eru nokk­ur viður­nefn­in sem orðið hafa til vegna þessa. Vinn­ur Freyr Stef­áns­son og Finn­ur sem allt vinn­ur svo eitt­hvað sé tínt til. Mbl.is spurði Finn í Smár­an­um í dag hvort hann hafi alltaf jafn gam­an að þessu brölti eft­ir alla vel­gengn­ina? 

„Já já. Mér finnst rosa­lega gam­an að vinna körfu­bolta­leiki. Það er einnig gam­an að gera það með góðum hópi manna. Maður kann alltaf bet­ur að meta fólkið í kring­um liðið og þá sem eru í liðinu. Hvort sem það eru árin í KR eða tím­inn hjá Val þá kann ég að meta sam­ferðamenn­ina í þessu. Það er extra sætt að vinna sigra með fólki sem manni þykir vænt um,“ seg­ir Finn­ur í sam­tali við mbl.is. 

Finnur Freyr fremur alvarlegur á svip á hliðarlínunni í dag.
Finn­ur Freyr frem­ur al­var­leg­ur á svip á hliðarlín­unni í dag. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal


KR vann sann­fær­andi sig­ur gegn KR í úr­slita­leikn­um 96:78. Eins og leik­ur­inn blasti við blaðamanni þá spilaði Val­ur hörku­vörn og dritaði niður þrist­um þegar leið á en liðið var með 50% nýt­ingu fyr­ir utan þriggja stiga lín­una. Hvernig er að vera þjálf­ari á hliðarlín­unni og horfa á slíka frammistöðu hjá sínu liði í leik þar sem allt er und­ir? 

„Meðan vörn­in held­ur þá líður okk­ur vel. Stund­um var smá óðagot á okk­ur í sókn­inni. Við tók­um eft­ir því að skytt­urn­ar okk­ar fengu pláss þegar við mætt­um KR í deild­inni og nú tókst okk­ur að refsa fyr­ir það. En maður er ekk­ert minna stressaður þótt mun­ur­inn sé mik­ill. Það er kúnst að halda áfram af full­um krafti og klára leiki með stæl og við erum ekki van­ir því að vera 20 stig­um yfir í leikj­um á þessu keppn­is­tíma­bili. Það hef­ur bara gerst tvisvar eða þris­var í vet­ur og annað skiptið var gegn Kefla­vík í vik­unni í undanúr­slit­un­um.“

Breyt­ir það ein­hverju fyr­ir Finn þegar upp­eld­is­fé­lagið KR er and­stæðing­ur­inn í bikar­úr­slit­um? 

„Nei það breyt­ir engu. Maður er með verk­efni fyr­ir fram­an sig sem maður reyn­ir að leysa. Maður velt­ir því aðallega fyr­ir sér hvaða leik­menn eru inn á vell­in­um og mér fannst við gera vel gegn Tóta [Þóri Guðmundi], Þorra [Þor­valdi] og Ni­mrod. Þetta er það sem ég sé en lit­ur­inn á bún­ing­un­um er auka­atriði fyr­ir mér.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert