Skref í rétta átt hjá KR

Jakob Örn Sigurðarson fer yfir sviðið með sínum mönnum í …
Jakob Örn Sigurðarson fer yfir sviðið með sínum mönnum í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Jakob Örn Sig­urðar­son, þjálf­ari KR, seg­ir að silf­ur­verðlaun í VÍS-bik­ar karla geti verið einn liður í því að KR geri sig gild­andi í topp­bar­áttu í körf­unni á nýj­an leik eft­ir að hafa verið í lægð um tíma og fallið niður um deild. 

„Það er al­veg hægt að segja það. Ef maður vill vera á toppn­um þá þurfa menn að kom­ast í úr­slita­leiki og skapa þannig hefð þar. Við erum að reyna að kom­ast aft­ur á þann stað að vera topplið sem sé alltaf að berj­ast um titla. Þetta er klár­lega einn part­ur af þeirri vinnu og skref í rétta í þeim skiln­ingi,“ sagði Jakob þegar mbl.is tók hann tali að lokn­um úr­slita­leikn­um. 

KR fór í úr­slit keppn­inn­ar með góðum sigri á Stjörn­unni í undanúr­slit­um með en þurfti að játa sig sigrað í úr­slit­un­um í Smár­an­um í dag gegn sterku liði Vals 96:78. 

Val­ur náði fínu for­skoti 12:4 snemma í leikn­um en Jakob seg­ir KR hafa verið vel inni í leikn­um eft­ir fyrsta leik­hlut­ann. 

„Mér fannst þetta vera til­tölu­lega jafn leik­ur í fyrsta leik­hluta. Þá vor­um við nokkuð fín­ir í vörn­inni. Náðum að stöðva þá nokkr­um sinn­um með góðri vörn en tókst ekki að fylgja því eft­ir með góðum körf­um í sókn­inni. Vörn­in fór aðeins út úr skipu­lag­inu í öðrum leik­hluta og þá misst­um við þá frá okk­ur,“ seg­ir Jakob en Val­ur var yfir 49:29 að lokn­um fyrri hálfleik. Þegar leið á ann­an leik­hlut­ann hitnuðu Vals­menn hressi­lega og settu þá niður hvern þrist­inn á fæt­ur öðrum. 

Þórir Guðmundur fyrirliði KR leitar að skotfæri í úrslitaleiknum.
Þórir Guðmund­ur fyr­irliði KR leit­ar að skot­færi í úr­slita­leikn­um. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Já þetta er erfitt þegar þeir hittu jafn rosa­lega vel og þeir gerðu. Og það voru ekki bara þeirra helstu skytt­ur held­ur fleiri leik­menn. Þá verður þetta að sjálf­sögðu mjög erfitt og við hitt­um ekki vel fyr­ir utan en kannski bjugg­um við held­ur ekki til nógu góð skot­færi. Til að eiga mögu­leika þá hefðu þeir þurft að hitta á verri dag í skot­un­um því þá hefðum við náð að spila aðeins hraðar,“ seg­ir Jakob en Val­ur var með 17 þriggja stiga körf­ur í leikn­um og 50% skot­nýt­ingu fyr­ir utan 3-stiga lín­una. 

Stemn­ing­in var virki­lega góð á úr­slita­leikn­um og Jakob er ánægður með stuðning­inn í vest­ur­bæn­um. 

„Við feng­um frá­bær­an stuðning og höf­um fengið í all­an vet­ur. Stuðnings­menn­irn­ir voru geggjaðir í undanúr­slit­un­um á móti Stjörn­unni og aft­ur í úr­slit­un­um í dag. Ég gæti ekki verið sátt­ari við stuðning­inn sem við feng­um.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert