Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, segir að silfurverðlaun í VÍS-bikar karla geti verið einn liður í því að KR geri sig gildandi í toppbaráttu í körfunni á nýjan leik eftir að hafa verið í lægð um tíma og fallið niður um deild.
„Það er alveg hægt að segja það. Ef maður vill vera á toppnum þá þurfa menn að komast í úrslitaleiki og skapa þannig hefð þar. Við erum að reyna að komast aftur á þann stað að vera topplið sem sé alltaf að berjast um titla. Þetta er klárlega einn partur af þeirri vinnu og skref í rétta í þeim skilningi,“ sagði Jakob þegar mbl.is tók hann tali að loknum úrslitaleiknum.
KR fór í úrslit keppninnar með góðum sigri á Stjörnunni í undanúrslitum með en þurfti að játa sig sigrað í úrslitunum í Smáranum í dag gegn sterku liði Vals 96:78.
Valur náði fínu forskoti 12:4 snemma í leiknum en Jakob segir KR hafa verið vel inni í leiknum eftir fyrsta leikhlutann.
„Mér fannst þetta vera tiltölulega jafn leikur í fyrsta leikhluta. Þá vorum við nokkuð fínir í vörninni. Náðum að stöðva þá nokkrum sinnum með góðri vörn en tókst ekki að fylgja því eftir með góðum körfum í sókninni. Vörnin fór aðeins út úr skipulaginu í öðrum leikhluta og þá misstum við þá frá okkur,“ segir Jakob en Valur var yfir 49:29 að loknum fyrri hálfleik. Þegar leið á annan leikhlutann hitnuðu Valsmenn hressilega og settu þá niður hvern þristinn á fætur öðrum.
„Já þetta er erfitt þegar þeir hittu jafn rosalega vel og þeir gerðu. Og það voru ekki bara þeirra helstu skyttur heldur fleiri leikmenn. Þá verður þetta að sjálfsögðu mjög erfitt og við hittum ekki vel fyrir utan en kannski bjuggum við heldur ekki til nógu góð skotfæri. Til að eiga möguleika þá hefðu þeir þurft að hitta á verri dag í skotunum því þá hefðum við náð að spila aðeins hraðar,“ segir Jakob en Valur var með 17 þriggja stiga körfur í leiknum og 50% skotnýtingu fyrir utan 3-stiga línuna.
Stemningin var virkilega góð á úrslitaleiknum og Jakob er ánægður með stuðninginn í vesturbænum.
„Við fengum frábæran stuðning og höfum fengið í allan vetur. Stuðningsmennirnir voru geggjaðir í undanúrslitunum á móti Stjörnunni og aftur í úrslitunum í dag. Ég gæti ekki verið sáttari við stuðninginn sem við fengum.“
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.03 19:15 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
26.03 19:15 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |