Stórleikur Doncic dugði ekki til

Anthony Black reynir að stöðva Luka Doncic í nótt.
Anthony Black reynir að stöðva Luka Doncic í nótt. AFP/Julio Aguilar

Luka Doncic og Le­Bron James léku báðir vel fyr­ir LA Lakers en gátu ekki komið í veg fyr­ir tap gegn Or­lando Magic, 118:106, í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik í nótt.

Slóven­inn Doncic skoraði 32 stig, tók sjö frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar fyr­ir Lakers. James var með 24 stig, sex frá­köst og sjö stoðsend­ing­ar.

Þjóðverj­inn Franz Wagner var einnig með 32 stig fyr­ir Or­lando auk þess að gefa níu stoðsend­ing­ar. Paolo Banchero bætti við 30 stig­um og sjö frá­köst­um.

Kevin Durant fór fyr­ir Phoen­ix Suns í frækn­um 108:106-sigri á Milwaukee Bucks. Skoraði hann 38 stig, tók átta frá­köst, gaf fimm stoðsend­ing­ar og varði þrjú skot.

Gríska undrið Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo var at­kvæðamest­ur hjá Milwaukee með 31 stig, tíu frá­köst og fimm stoðsend­ing­ar.

Önnur úr­slit:

Indi­ana – Minnesota 119:103
Washingt­on – Toronto 104:112
Brook­lyn – Dallas 101:120
New Or­le­ans – Phila­delp­hia 112:99
Den­ver – Chicago 119:129
Sacra­mento – Bost­on 95:113

Í Aust­ur­deild­inni eru Cleve­land og Bost­on kom­in í úr­slita­keppn­ina og New York, Indi­ana, Milwaukee og Detroit eru ör­ugg með að minnsta kosti um­spils­sæti.

Í Vest­ur­deild­inni er Okla­homa City komið í úr­slita­kepp­ina og Hou­st­on er ör­uggt með að minnsta kosti um­spils­sæti.

Fjög­ur lið í allt eiga enga mögu­leika á sæti í um­spili eða úr­slita­keppni en það eru New Or­le­ans, Utah, Char­lotte og Washingt­on.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert