Njarðvík byrjar betur gegn Stjörnunni

Sara Logadóttir úr Njarðvík með boltann í kvöld.
Sara Logadóttir úr Njarðvík með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli

Njarðvík tók á móti Stjörn­unni í fyrstu viður­eign liðanna í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta og lauk leikn­um með sigri Njarðvík­ur 84:75. Njarðvík er því 1:0 yfir í ein­víg­inu en liðin mæt­ast aft­ur í Garðabæ á laug­ar­dag kl. 18:00.

Njarðvík­ur­kon­ur byrjuðu leik­inn mjög vel og byggðu fljót­lega upp for­skot. Stjörnu­kon­ur voru þó aldrei langt und­an. Eft­ir 5 mín­út­ur var staðan 16:9 fyr­ir Njarðvík.

Eins og fyrr seg­ir gáfu Stjörnu­kon­ur ekk­ert eft­ir og hleyptu Njarðvík­ing­um aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leik­hluta lauk var mun­ur­inn 11 stig í stöðunni 29:18 fyr­ir Njarðvík.

Ann­ar leik­hluti var Njarðvík­ing­um afar erfiður. Stjörnu­kon­ur byrjuðu leik­hlut­ann af gríðarleg­um krafti með 12:0 kafla og komust yfir í stöðunni 30:29 fyr­ir Stjörn­una.

Njarðvík­ur­kon­ur skoruðu sín fyrstu stig í leik­hlut­an­um þegar Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir skoraði tveggja stiga körfu eft­ir 4 mín­út­ur og 51 sek­úndu og staðan var 31:30 fyr­ir Njarðvík. Stjörnu­kon­ur gáfu ekk­ert eft­ir og komust ít­rekað yfir í leik­hlut­an­um.

Berg­lind Katla Hlyns­dótt­ir setti þriggja stiga körfu fyr­ir Stjörn­una og í kjöl­farið kom tveggja stiga karfa frá Fann­eyju Maríu Freys­dótt­ur og Stjarn­an var kom­in 5 stig­um yfir í stöðunni 41:36.

Njarðvík­ing­ar náðu að rétta úr kútn­um áður en hálfleikn­um lauk. Þeim tókst að jafna í stöðunni 41:41 og náðu síðan að lok­um 2 stiga for­skoti áður en hálfleik­ur­inn skall á. Staðan í hálfleik var 46:44 fyr­ir Njarðvík.

Britt­any Dink­ins skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og tók Em­ilie Sofie Hasseldal 8 frá­köst fyr­ir Njarðvík.

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 18 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is - Stew­ard 6 frá­köst.

Njarðvík­ur­kon­ur byrjuðu seinni hálfleik­inn skelfi­lega illa og komust Stjörnu­kon­ur 8 stig­um yfir í stöðunni 55:47 fyr­ir Stjörn­una. Þá tók Ein­ar Árni þjálf­ari Njarðvík­ur leik­hlé.

Njarðvík­ur­kon­ur komust aft­ur í gang eft­ir þetta og náðu að saxa niður for­skot Stjörn­unn­ar og kom­ast yfir í stöðunni 57:55. Em­ilie Sofie Hesseldal og Britt­any Dink­ins leiddu sókn­ar­leik Njarðvík­inga það sem eft­ir lifði þriðja leik­hluta og þegar hon­um lauk voru Njarðvík­ur­kon­ur með 7 stiga for­skot í stöðunni 66:59.

Paul­ina Hersler byrjaði fjórða leik­hluta á því að koma Njarðvík­ing­um 9 stig­um yfir í stöðunni 69:58. Stjörnu­kon­ur minnkuðu mun­inn í 6 stig með þriggja stiga körfu frá Önu Clöru Paz.

Njarðvík­ur­kon­ur sýndu styrk sinn í fram­hald­inu og byggðu upp gott for­skot. Þegar 5 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um voru Njarðvík­ing­ar 15 stig­um yfir í stöðunni 79:64.

Stjörnu­kon­ur reyndu hvað þær gátu til að kom­ast aft­ur inn í leik­inn en styrk­ur Njarðvík­ur­kvenna og heima­völl­ur­inn kom í veg fyr­ir það. Spyr und­ir­ritaður sig að því hvort það dugi Njarðvík­ing­um að spila ein­ung­is tvo ágæta leik­hluta til að vinna leiki?

Britt­any Dink­ins skoraði 23 stig og tók Paul­ina Hersler 11 frá­köst fyr­ir Njarðvík.

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 24 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is-Stew­ard 16 frá­köst.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Njarðvík 84:75 Stjarn­an opna loka
mín.
40 Leik lokið
84:75. Njarðvík vinnu 9 stiga sigur og er 1:0 yfir í einvíginu. Ekki sannfærandi hjá bikarmeisturunum en sigur engu að síður.
40
84:73. Paulina setur niður annað af tveimur vítaskotum sínum en Stjarnan svarar með þriggja stiga körfu frá Berglindi Kötlu.
39
83:70. Denia Davis - Stewart fer af velli með 5 villur.
39
83:70. Diljá setur niður tvist.
39
83:68. Paulina setur niður annað vítið sitt.
38
82:68. Brittany setur niður eitt vítaskot.
37
81:68. Ana Clara með tvist fyrir Stjörnuna. 13 stiga munur.
36
81:66. Er Paulina að reka smiðshöggið á þennan leik fyrir Njarðvík?
35
79:64. Hulda María setur tvö stig fyrir Njarðvík og þær eru að klára þennan leik.
34
77:64. Heiðrún reynir þrist fyrir Stjörnuna en hittir ekki.
34
77:64. Eygló Kristín kemur núna með þristinn sinn! 13 stiga munur sem er líka akkúrat númerið á treyjunni hennar Eyglóar!
33
74:64. Eygló hittir núna! Tvistur og Njarðvík er aftur 10 yfir. Diljá setti tvistinn fyrir Stjörnuna.
33
72:62. Eygló reynir þrist en hittir ekki.
32
72:62. Tvö víti frá Paulinu og svo tvistur frá Brittany og Njarðvík leiðir með 10 stigum.
31
68:62. Þristur frá Stjörnunni og það er bara 6 stiga munur.
31
68:59. Paulina kemur Njarðvík 9 stigum yfir.
31 Fjórði leikhluti hafinn
66:59. Njarðvík er með boltann.
30 Þriðja leikhluta lokið
66:59. 7 stiga munur fyrir lokaleikhlutann.
30
66:59. Emilie Sofie er að setja tvist. Hún er að hitta vel þessa stundina.
29
64:57. Emilie setur vítið niður.
29
63:57. Emilie aftur með tvist og fær núna víti að auki.
29
61:57. Emilie Sofie með tvist.
29
59:57. Tvistar frá báðum liðum.
28
57:55. Lára Ösp kemur Njarðvík yfir.
28
55:55. Brittany jafnar leikinn. Ef hún kemst í gang aftur þá eru möguleikar Njarðvíkur miklir.
27
53:55. Brittany minnkar muninn í 2 stig.
27
51:55. Það er í raun magnað að fylgjast með Stjörnuliðinu. Það sést hversu mikla trú þær hafa á að þær geti unnið Njarðvík hér í kvöld og um leið og munurinn fer í 4 stig þá er tekið leikhlé itl að stöðva blæðinguna. Stjarnan er sigurstranglegra eins og staðan er núna. Miklu ákveðnari og ákafari í að finna opnanir.
27
51:55. Hulda María á vítalínunni og setur bæði niður. Fyrstu stig leiksins í langan tíma.
24
49:55. Hulda María lagar stöðuna örlítið með tveggja stiga körfu.
24
47:55. Stjarnan með sitt mesta forskot hingað til í leiknum. 8 stigum yfir og Einar Árni neyðist til að taka leikhlé. Þetta lítur í raun hræðilega út fyrir Njarðvík þessa stundina. Annar leikhluti var mjög vondur og sá þriðji virðist ætla að vera verri.
23
47:53. Hvað er að gerast? Stjarnan með þrist og Njarðvíkurkonur geta ekki hitt í körfuna til að bjarga lífi sínu!
23
47:50. Paulina með annað vítið niður.
22
46:50. Glæsilegur 6:0 kafli fyrir Stjörnuna.
21
46:48. Stjarnan er yfir!
21
46:46. Njarðvík klikkar á sinni fyrstu sókn og Denia jafnar fyrir Stjörnuna.
21 Síðari hálfleikur hafinn
46:44. Njarðvík byrjar seinni hálfleikinn.
20 Hálfleikur
46:44. Njarðvíkurkonur stálheppnar að vera yfir í hálfleik.
20
46:44. Hulda María fer á vítalínuna og setur annað vítaskotið niður.
20
45:44. Emilie setur tvö víti niður.
20
43:44. Diljá með þrist og Stjarnan er yfir.
20
43:41. Paulina kemur Njarðvík yfir.
19
41:41. Njarðvíkurkonur jafna með tvisti og svo þristi frá Kristu Gló.
19
36:41. Stjarnan leikur á alls oddi og er að byggja upp forskot hér gegn bikarmeisturunum á þeirra eigin heimavelli.
18
36:39. Berglind Katla setur þrist og Stjarnan er með þriggja stiga forystu!
18
36:36. Stjarnan jafnar leikinn!
17
36:34. Stjarnan komst yfir en Brittany setti þrist og Njarðvík er tveimur yfir .
17
33:32. Brittany kemur Njarðvík yfir.
16
31:32. Stjarnan aftur yfir.
15
31:30. Lára setur fyrstu stig Njarðvíkur niður í öðrum leikhluta.
14
29:30. Stjörnukonur eru yfir í fyrsta sinn í leiknum. ÞVÍLÍKUR kafli hjá þeim. Ótrúlega vel gert. 12:0 kafli fyrir gestina.
13
29:28. Stjarnan er alveg að ná að jafna leikinn.
13
29:24. Aðeins 5 stiga munur. 3 mínútur liðnar af öðrum leikhluta og Njarðvíkurkonur eru í einhverri kreppu. Ná ekki að setja boltann niður.
12
29:22. Á meðan minnkar Stjarnan muninn hægt og rólega.
12
29:20. Njarðvíkurkonur ekki enn búnar að skora í öðrum leikhluta. Búnar að klikka á fjórum sóknum.
11
29:20. Ana minnkar muninn.
11 Annar leikhluti hafinn
29:18. Stjarnan byrjar með boltann.
11 Fyrsta leikhluta lokið
29:18. 11 stiga munur Njarðvíkingum í vil eftir fyrsta leikhluta leiksins.
10
29:18. Brittany setur tvist á síðustu sekúndunum.
10
27:18. Stjarnan nær þessu undir 10 stigin.
10
27:16. Njarðvíkingar setja tvist.
9
25:16. Denia setti tvist fyrir Stjörnuna.
9
25:14. Emilie með frábæra þriggja stiga körfu. 11 stiga munur.
8
22:14. Brittany stelur boltanum á vallarhelmingi Stjörnunar og setur annan tvist.
7
20:14. Brittany með tvö stig.
7
18:14. Emilie Sofie með tvist.
7
16:14. Diljá með þrjú stig. Tvö úr leik og ett víti.
6
16:11. Diljá Ögn fer á vítalínuna og setur bæði skotin niður.
5
16:9. Paulina á vítalínuna og setur annað skotið niður.
5
15:9. Brittany Dinkins með þrist fyrir Njarðvík.
4
12:9. Denia minnkar muninn.
4
12:7. Paulina með tvist.
3
10:7. Hulda María setur annan þrist.
3
7:7. Denia jafnar leikinn.
2
7:5. Mik9ill hraði. Fanney með þrist fyrir Stjörnuna. Njarðvík tapar boltanum.
2
7:2. Hulda María setur frábæran þrist.
1
4:2. Paulina Hersler setur tvist.
1
2:2. Diljá Ögn gerir slíkt hið sama. Veður undir körfuna og setur boltan ofan í.
1
2:0. Brittany byrjar með látum.
1 Leikur hafinn
0:0. Starnan vinnur uppkastið en missa boltann strax útaf. En þar sem fyrsta sóknin er Njarðvíkinga dæmist það svo að þær hafi unnið uppkastið.
0
Nú er ekki eftir neinu að bíða. Fyrsti leikurinn í þessu einvígi er að hefjast.
0
Umgjörðin fyrir þennan leik er frábær. Grillaðir borgarar, leikir fyrir krakka og allskonar skemmtilegt. Hrós til Njarðvíkur.
0
5 mínútur í að leikurinn hefjist. Vallarþulur er að kynna gestina til leiks og fljótlega verða ljósin slökkt og heimaliðið kynnt.
0
Lið Garðbæinga: Sigrún Sól Brjánsdóttir, Fanney María Freysdóttir, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Diljá Ögn Lárusdóttir, Berglind Katla Hlynsdóttir, Heiðrún Björg Hlynsdóttir, Bára Björk Óladóttir, Ana Clara Paz, Elísabet Ólafsdóttir, Denia Davis - Stewart.
0
Lið Njarðvíkur í kvöld: Katrín Ósk Jóhannsdóttir, Emilie Sofie Hesseldal, Krista Gló Magnúsdóttir, Paulina Hersler, Veiga Dís Halldórsdóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Brittany Dinkins, Eygljó Kristín Óskarsdóttir, Sara Björk Logadóttir, Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir.
0
Liðin áttust við 16 nóvember og vann Njarðvík þann leik í Garðabæ 89:77. Liðin áttust síðan aftur við 22. janúar og unnu Njarðvíkingar þann leik líka 101:93.
0
Það eru um 40 mínútur í leik og liðin byrjuð upphitun.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá fyrsta leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Daníel Steingrímsson

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: IceMar-höllin

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert