Þór minnkaði muninn

Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við í öðrum …
Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við í öðrum leik liðanna. mbl.is/Ólafur Árdal

Þórs­kon­ur unnu Val 72:60 í 3. leik liðanna um sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í körfu­bolta.

Val­ur hafði unnið tvo fyrstu leik­ina og gat kom­ist áfram með sigri í kvöld. Nú er staðan í ein­víg­inu 2:1 fyr­ir Val og næst leika liðin á Hlíðar­enda á pálma­sunnu­dag.

Þórsar­ar, sem voru lengi vel að keppa um deild­ar­meist­ara­titil­inn, gáfu eft­ir á loka­sprett­in­um í deild­inni og höfnuðu að lok­um í 4. sæti. Norðan­kon­ur hafa átt erfitt í síðustu leikj­um eft­ir að tveir af sex sterk­ustu leik­mönn­um þeirra helt­ust úr lest­inni. Liðið var ógn­ar­sterkt á tíma­bil­inu og vann m.a. tíu leiki í röð þegar best gekk. Síðan þá hef­ur liðið aðeins unnið einn leik af átta í deild­ar­keppn­inni.

Esther Fokke var aft­ur kom­in í leik­manna­hóp Þórs í kvöld. Hvort það hafi gert gæfumun­inn fyr­ir heima­kon­ur skal ósagt látið en Þórs­kon­ur voru frá­bær­ar í kvöld og þær voru ekk­ert að fara í sum­ar­frí.

Eft­ir jafn­ar upp­haf­smín­út­ur má segja að Þór hafi smám sam­an sigið fram úr. Þór var mest 15 stig­um yfir í fyrri hálfleik þar sem hver leikmaður­inn á fæt­ur öðrum lagði sitt á voga­skál­arn­ar. Varn­ir beggja liða voru nokkuð sterk­ar og dóm­ar­ar leyfðu harðan leik. Það var helst sókn­ar­leik­ur Vals ven kom þeim í kland­ur en lyk­il­leik­menn í Valsliðinu voru nokkr­ir vel frá sínu besta. Alyssa Cer­ino komst ekki á blað í fyrri hálfleik og Jiselle Thom­as hafði allt á horn­um sér.

Staðan í hálfleik var 39:25 fyr­ir vel studd­ar Þórs­kon­ur og öll stemn­ing þeirra meg­in. Valskon­ur náðu vopn­um sín­um í þriðja leik­hluta og náðu að hrella heima­kon­ur. Heima­kon­ur lentu strax í mikl­um villu­vand­ræðum þar sem Maddie Sutt­on og Am­andie Toi fengu fjórðu vill­ur sín­ar. Esther Fokke bætt­ist svo í þeirra hóp á leik­hluta­skipt­un­um. Þór hékk á for­skoti eins og hund­ur á roði og þegar loka­leik­hlut­inn hóst var staðan 53:45 fyr­ir Þór.

Valskon­ur voru áfram sterk­ari og önduðu ofan í háls­mál Þórs­kvenna hvað eft­ir annað. Spennu­stigið var hátt og ákv­arðana­taka leik­manna stund­um slæm. Þór stóð af sér mesta áhlaupið og náði að breikka bilið á ný. Staðan var 66:56 þegar fjór­ar mín­út­ur lifðu. Val­ur minnkaði strax mun­inn en heima­kon­ur stóðust áhlaup gest­anna og lönduðu dí­sæt­um iðnaðarsigri.

Liðin mæt­ast í fjórða leikn­um á Hlíðar­enda kl. 19 á sunnu­dag.

Þór Ak. - Val­ur 72:60

Höll­in Ak, Bón­us deild kvenna, 09. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 5:2, 8:10, 16:13, 21:13, 25:15, 27:20, 37:22, 39:25, 42:31, 46:36, 51:41, 53:45, 56:53, 64:56, 66:60, 72:60.

Þór Ak.: Emma Karólína Snæ­bjarn­ar­dótt­ir 18/​6 frá­köst, Madi­son Anne Sutt­on 15/​15 frá­köst, Am­andine Just­ine Toi 12/​9 stoðsend­ing­ar, Eva Wium Elías­dótt­ir 11/​4 frá­köst, Esther Mar­jolein Fokke 8/​4 frá­köst, Hrefna Ottós­dótt­ir 3, Katrín Eva Óla­dótt­ir 3, Hanna Gróa Hall­dórs­dótt­ir 2.

Frá­köst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Val­ur: Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 18/​4 frá­köst, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 15/​8 frá­köst, Alyssa Marie Cer­ino 10/​6 frá­köst, Jiselle El­iza­beth Valent­ine Thom­as 7/​7 stoðsend­ing­ar, Guðbjörg Sverr­is­dótt­ir 4, Sara Líf Boama 4/​9 frá­köst, Anna Maria Kolyandrova 2/​4 frá­köst.

Frá­köst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dóm­ar­ar: Krist­inn Óskars­son, Stefán Krist­ins­son, Guðmund­ur Ragn­ar Björns­son.

Áhorf­end­ur: 170

Þór Ak. 72:60 Val­ur opna loka
mín.
40 Leik lokið
Þór vinnur 72:60 eftir æsispennandi lokaleikhluta. Nú er staðan í þessu einvígi 2:1 fyrir Val.
38
69:60 Þetta var rosaleg karfa. Hrefna Ottósdóttir lætur bara vaða eftir fjögur Valsstig í röð. Þrjú ísköld stig fyrir Þór.
37
66:58 Flautukarfa hjá Ástu Júlíu eftir erfiða sókn.
36
64:56 Þórsarar verja tvö skot í sömu sókninni og Maddie skorar svo undrakörfu hinum megin. Valur tapar svo boltanum. Er vindáttin að snúast Þór í vil?
35
64:56 Amandine spólar sig í gegn skorar og fær víti að auki.
35
59:56 Sara Líf setur stóran þrist, spjaldið og ofan í.
33
56:53 Stór dómur. Eva og Alyssa kljást og Alyssa er að lokum dæmd brotleg.
32
56:53 Spennan í leiknum er svakaleg. Jiselle var að setja þrist og Þór fær dæmdan á sig ruðning.
31
53:48 Guðbjörg byrjar með því að skora þrist og munurinn er nú aðeins fimm stig.
31 Fjórði leikhluti hafinn
30 Þriðja leikhluta lokið
Staðan er 53:45 fyrir Þór. Valur átti þrjú skot í lokasókn sinni. Þrír helstu hestar Þórs eru nú á fjórum villum. Það getur enn allt gerst í þessum leik.
28
51:41 Esther skorar körfu en fær dæmdan á sig ruðning. Stór dómur og líklega rangur.
27
46:39 Þór tekur leikhlé eftir hörmungarkafla þar sem skot eru léleg og boltinn háll sem áll.
26
46:37 Valur er að naga þetta niður hægt og bítandi.
25
44:36 Maddie fær fjórðu villuna sína. Þetta gæti breytt öllu. Alyssa skorar svo aftur. Verða hér vatnaskil í leiknum?
24
42:33 Sóknarleikur Þórs er í ruglinu þessa stundina. Valskonur eru að herða vörnina og Alyssa skorar loksins fyrir Val.
22
42:29 Ásta Júlía ver skot frá Emmu og fær svo tvö víti hinum megin. Þau fara bæði niður.
21
42:25 Þórsarar hamra járnið á meðan það er heitt og Eva setur þrist.
21 Síðari hálfleikur hafinn
20 Hálfleikur
Staðan er 39:25 fyrir Þór. Sóknarleikur Vals er bara í molum og lykilmenn skugginn af sjálfum sér. Aðeins Dagjört og Ásta Júlía eru að spila vel. Barátta Þórskvenna er aðdáunarverð og þær eru yfir á öllum sviðum leiksins.
20
39:25 Katrín kemur ísköld inn af bekknum hjá Þór og hirðir strax tvö sóknarfráköst, fær tvö víti og setur þau bæði niður.
19
37:24 Valskonur eru komnar í bónus og Ásta Júlía er reglulega á vítalínunni.
18
37:22 Emma Karólína fer hamförum í Þórsliðinu. Hún setur körfur í öllum regnbogans litum og munurinn er kominn í 15 stig.
16
30:20 Maddie skorar af harðfylgi. Hún fagnar vel en fær tæknivillu. Það er hennar þriðja villa og hún er komin í mikil vandræði.
15
27:20 Dagbjört Dögg er að draga Valsvagninn. Hún setur þriðja þristinn sinn og minnkar loks muninn.
14
27:17 Það er allt að hrynja hjá Val. Valskonur eru mjög pirraðar og fá ekkert frá dómurunum. Tæknivilla er að lokum dæmd á Jiselle.
14
27:17 Valur tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins er í tómu tjóni á meðan vörnin stendur ágætlega.
12
23:15 Baráttan er svakaleg í leiknum.
11 Annar leikhluti hafinn
10 Fyrsta leikhluta lokið
Staðan er 21:13 fyrir Þór. Heimakonur hafa hitt vel úr þriggja stiga skotum og varist vel. Valskonur hafa á móti ekki spilað nógu vel og hafa tapað allt of mörgum boltum. Alyssa og Sara Líf eru ekki komnar á blað.
10
21:13 Þór er á siglingu.
9
16:13 Esther kemst alein upp að körfu Vals en hún hittir ekki.
8
14:13 Emma og Eva skora þrista og koma Þór yfir.
7
11:13 Esther er komin inn á hjá Þór og virðist bara heil heilsu.
5
8:10 Dagbjört er nýbúin að skora tvær þriggja stiga körfur fyrir Val. Þór tekur leikhlé.
4
5:4 Hraðinn í leiknum er svakalegur og það er strax komin töluverð harka í hann.
2
5:0 Valskonur hafa enn ekki skorað og Þór er að byrja mjög kröftuglega.
1 Leikur hafinn
Valur fer í sókn.
0
0
0
Esther Fokke er í leikmannahópi Þórs í dag.
0
Þór hafnaði í 4. sæti í deildinni en Valur í 5. sæti.
0
Valur er með 2:0 forystu í einvíginu og tryggir sér því sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá þriðja leik Þórs frá Akureyri og Vals í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Stefán Kristinsson og Guðmundur Ragnar Björnsson

Lýsandi: Einar Sigtryggsson

Völlur: Höllin, Akureyri

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert