Guðjón Þórðarson er hættur þjálfun Keflavíkurliðsins í knattspyrnu en hann sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í dag. Í fréttatilkynningu sem Guðjón sendi frá sér segir að vegna verulegra vanefnda Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Fréttatilkynningin er eftirfarandi:
Guðjón Þórðarson hefur ákveðið að rifta samningi við Knattspyrnudeild Keflavíkur sem kveður á um þjálfun og stjórnun meistaraflokks Keflavíkur. Ástæður riftunarinnar eru verulegar vanefndir Knattspyrnudeildar Keflavíkur á fjárhagslegum jafnt sem faglegum skyldum samkvæmt samningnum sem undirritaður var 16. desember síðastliðinn.
"Ég harma mjög að til riftunar á samkomulagi við Knattspyrnudeild Keflavíkur hafi þurft að koma. Ég gekk til til þessa samstarfs af heilum hug en því miður hafa þær forsendur sem menn gáfu sér í upphafi ekki reynst vera til staðar, hvorki fjárhagslegar né faglegar. Eftir að hafa ítrekað skorað á viðsemjendur mína að standa við þær skuldbindingar sem samningur okkar kveður á um, án þess að það hafi borið árangur, stóð ég frammi fyrir þeim afarkosti að rifta samstarfinu.
Það er einlæg trú mín að stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur hafi genið til þessa samstarf af heilum hug og í góðri trú. Því miður hefur komið á daginn að félagið reyndist hvorki hafa fjárhagslega né faglegt bolmagn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum. Það eru mér mikil og sár vonbrigði, þar sem ég hafði á grundvelli samningsins, tekið ákvörðun um að setjast að á Íslandi og einbeita mér að uppbyggingu knattspyrnunnar í Keflavík.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hef ég reynt mitt ýtrasta til að undirbúa liðið fyrir keppni á Íslandsmótinu og ég tel að það mæti vel undirbúið til leiks, leikmenn í góðu líkamlegu ástandi og leikskipulag liðsins orðið traust, auk þess sem erlendir leikmenn sem komið hafa til liðsins að mínu frumkvæði munu styrkja það verulega. Þar sem keppni á Íslandsmótinu hefst innan fárra daga, hef ég boðið stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur liðsinni mitt við að koma liði félagsins af stað í mótinu og vera stjórnendum liðsins inna handar næstu daga og vikur"
f.h. Guðjóns Þórðarsonar
Borgar Þór Einarsson, lögfr.