Kvennaliði ÍBV í knattspyrnu hefur borist liðsstyrkur því í dag lentu í Vestmannaeyjum tvær skoskar stúlkur sem munu spila með liðinu í sumar. Önnur heitir Suzanne Malone er 21 árs sóknarmaður sem hefur spilað reglulega með skoska landsliðinu. Hin heitir Suzanne Robertsson, 30 ára varnar og miðjumaður.
Beðið er eftir leikheimild fyrir þær. Búið er að semja við Suzanne Malone en Suzanne Robertson verður hjá ÍBV til reynslu til að byrja með.