„Aldrei séð hann í svona góðu formi“

Undirbúningurinn fyrir 16. mars gengur vel, að sögn Haraldar Dean …
Undirbúningurinn fyrir 16. mars gengur vel, að sögn Haraldar Dean Nelson. Auglýsing fyrir bardaga Gunnars og Edwards

„Þetta gengur bara allt mjög vel,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir MMA-bardagakappans Gunnars Nelson, sem berst við Bretann Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum laugardagskvöldið 16. mars, spurður um undirbúning sonar síns fyrir bardagann, sem margir bíða með eftirvæntingu.

„Við förum út á þriðjudaginn, Gunnar er bara í mjög fínu formi og búinn að vera að æfa mjög vel og spenntur fyrir þessu. Þetta er náttúrulega hörkuandstæðingur,“ segir Haraldur í samtali við mbl.is. Síðan bætir hann enn frekar í og segist aldrei hafa séð Gunnar í jafn góðu formi.

„Gunni er í toppformi, ég held ég hafi bara aldrei séð hann í svona góðu formi, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Haraldur.

View this post on Instagram

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on Feb 25, 2019 at 5:01am PST

En hvernig verður þessi bardagi og hvernig hentar það Gunnari að mæta Edwards?

„Það kemur náttúrulega í ljós á laugardaginn, 16. mars, en þeir eru þannig að Leon Edwards er fyrst og fremst svona „stand-up fighter“ en hann er líka sterkur í gólfinu og sem dæmi hefur hann aldrei tapað á uppgjafartaki,“ segir Haraldur og bætir við að Edwards hafi áður sigrað andstæðing sem er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu, rétt eins og Gunnar.

Bannað að vanmeta Edwards í gólfinu

„Það má alls ekki vanmeta hann í gólfinu, en það er enginn vafi á því í mínum huga að ef bardaginn fer í gólfið er það heimurinn hans Gunna,“ segir Haraldur, sem auðheyrilega er orðinn afar spenntur fyrir komandi viku í Lundúnum og það eru fleiri, enda fjöldi íslenskra aðdáenda á leið á UFC-kvöldið næstu helgi.

Haraldur segir að hann viti um alla vega 300 manns sem séu að fara á bardagakvöldið og segir að þar af séu 70-80 manns sem tengjast Mjölni á einn eða annan hátt.

„Svo er auðvitað fullt af mönnum að fara sem eru ekkert að tala við mig um það, fara bara inn á Ticketmaster.org og kaupa sér miða,“ segir Haraldur.

Halldór Logi keppir á Polaris

Gunnar Nelson verður ekki eini Íslendingurinn sem stendur í stórræðum í O2-höllinni í Lundúnum um aðra helgi, en á föstudeginum mun glímumaðurinn Halldór Logi Valsson úr Mjölni taka þátt í afar sterku glímumóti, Polaris, á sama vettvangi, en hann ber svart belti í í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson. 

Íslenskir aðdáendur blandaðra bardagaíþrótta geta því slegið tvær flugur í einu höggi í för sinni til Lundúna næstu helgi.

View this post on Instagram

A post shared by Halldór Logi (@halldorlogiv) on Feb 20, 2019 at 5:58am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert