Hrafnhildur keppir ekki á sunnudaginn

Hrafnhildur Lúthersdóttir tekur ekki þátt í 100 m bringusundi á …
Hrafnhildur Lúthersdóttir tekur ekki þátt í 100 m bringusundi á ÓL á sunnudaginn. Morgunblaðið/Ómar

Ákvörðun hefur verið tekin um að sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir taki ekki þátt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í London á sunnudaginn. Hún glímir við meiðsli og ákveðið hefur verið að gefa henni lengri tíma til að jafna sig.

Ingi Þór Ágústsson, flokkstjóri íslenska sundhópsins á Ólympíuleikunum, staðfesti þetta í samtali við mbl.is fyrir nokkrum mínútum. Hann sagði Hrafnhildi hafa dottið fyrir nokkrum dögum og meiðst. Að öðru leyti vísaði hann í tilkynningu sem væri að vænta frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Hrafnhildur er ennfremur skráð til leiks í 200 m bringusundi, sem er á dagskrá á miðvikudaginn í næstu viku, auk þess sem hún er ein fjögurra í boðsundssveit Íslands sem á að keppa á föstudaginn eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert