Ragna leggur spaðann á hilluna

Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. mbl.is/Golli

Ragna Ingólfsdóttir tjáði fjölmiðlamönnum í Wembley-höllinni í London í kvöld að hún hefði lagt badmintonspaðann á hilluna 29 ára gömul. Leikurinn gegn Jie Yao á Ólympíuleikunum í kvöld var hennar síðasti. 

„Ég er ótrúlega stolt af því sem ég hef gert. Allt sem mig dreymdi um þegar ég var lítil hefur einhvern veginn ræst. Ég hef náð markmiðum mínum og er mjög sátt við feril minn,“ sagði Ragna meðal annars við mbl.is í London í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert