Óvænt tap hjá Degi

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þjóðverja, fær gula spjaldið hjá dómara …
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þjóðverja, fær gula spjaldið hjá dómara í einum af kappleikjum Ólympíuleikanna. AFP

Evrópumeistarar Þjóðverjar í handknattleik, undir stjórn Dags Sigurðssonar, töpuðu óvænt í kvöld fyrir landsliði Brasilíu, 33:30, í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Þetta er fyrsta tap Evrópumeistaranna í keppninni en þeir eru efstir í B-riðli eftir þrjár umferðir með fjögur stig eins og Slóvenar og Brasilíumenn. 

Brasilíska landsliðið var marki yfir í hálfleik en fljótlega í síðari hálfleik náði þýska liðið að snúa taflinu við og komast tveimur mörkum yfir, 21:19. Heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin og voru síðan sterkari á lokasprettinum. 

Pólverjar eru í fjórða sæti í riðlinum með tvö stig eins og Egyptar en Svíar reka lestina í B-riðli án stiga að loknum þremur leikjum. 

Þjóðverjar mæta Slóvenum í í næstu umferð sem leikin verður á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert