„Það er ekki lengur Guðmundur heldur Gullmundur,“ sögðu lýsendur danska ríkisútvarpsins eftir að karlalandslið þeirra í handknattleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hafði tryggt sér gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó með sigri á tvöföldum Ólympíumeisturum Frakka.
Frétt mbl.is: Guðmundur fékk Ólympíugull
Guðmundur Guðmundsson hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu liðsins á þeim tveimur stórmótum sem hann hefur stýrt liðinu, eða til 5. sætis á HM í Katar og til 6. sætis á EM í Póllandi.
Á því verður væntanlega breyting nú enda margir handboltasérfræðingar sem kalla sigur Dana taktískt meistaraverk Guðmundar.
Sjá frétt mbl.is: „Maður fær svolítið flashback“
Sjá frétt mbl.is: Guðmundur fékk loksins hrós
C'est formidable. Mængder af mod #modets sejr #gudmundurturde #oltv2 pic.twitter.com/2EOui17VsZ
— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) August 21, 2016
Ok så lukker alle vi der har kritiserer Guldmundur røven ! Det var en vildt flot taktisk triumf #Rio2016 #guld
— Poul Madsen (@pomaEB) August 21, 2016