Krónprinsinn knúsaði Guðmund

Guðmundur Guðmundsson í sigurvímu eftir leikinn.
Guðmundur Guðmundsson í sigurvímu eftir leikinn. AFP

Guðmundur Guðmundsson fékk konunglegt knús eftir að hafa gert karlalandslið Danmerkur að ólympíumeisturum í handknattleik.

Eftir sigurinn á tvöföldum ólympíumeisturum Frakka, 28:26, mætti sjálfur Friðrik Danakrónprins inn í klefa til nýorðinna ólympíumeistara og þar náðist einmitt mynd af Friðriki faðma Guðmund eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert