Á að veita Íslendingnum gullmedalíu frá fólkinu?

Guðmundur fagnar ásamt leikmönnum eftir leikinn í gær.
Guðmundur fagnar ásamt leikmönnum eftir leikinn í gær. AFP

„Elska, elska Guðmund. Ég er svo ánægður að hann þaggaði niður í neikvæðum gagnrýnisröddum,“ skrifaði Daninn Mads Mortensen á Facebook-síðu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eftir að Dani urðu ólympíumeistarar í handbolta karla í gær.

Hann er einn af fjölmörgum dönsku handboltaáhugamönnum sem hrósa Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara Dana, eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í gær.

„Mér finnst eitthvað rangt við það að hann fái ekki gullmedalíu um hálsinn,“ skrifaði annar á áðurnefnda Facebook-síðu.

Eins og kom fram á mbl.is í gær þurfa þjálf­ar­ar á Ólymp­íu­leik­um að láta heiður­inn og hlýj­ar minn­ing­ar nægja því þjálf­ur­um er ekki út­hlutað verðlauna­pen­ing­um á Ólymp­íu­leik­um held­ur ein­göngu íþrótta­mönn­un­um sjálf­um.

„Er það góð hugmynd að veita íslenska þjálfaranum gullmedalíu frá fólkinu vegna þess að hann fékk ekki hefðbundinn verðlaunapening?“ spyr Lars Ole.

Hægt er að kjósa um hvort Guðmundur eigi skilið gullmedalíu á heimasíðu Ekstra Bladet. Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert