Þjálfarar mongólska glímukappans Ganzorigiin Mandakhnaran mótmæltu ákvörðun dómara á Ólympíuleikunum í Ríó í gær með því að afklæðast.
Mandakhnaran var að glíma um bronsverðlaun við Ikhtiyor Navruzov frá Úsbekistan. Mandakhnaran var með forystu, sjö stig gegn sex, þegar 18 sekúndur voru eftir af glímunni.
Hann hóf þá að fagna og dansaði í kringum andstæðing sinn síðustu 18 sekúndurnar. Dómarar dæmdu sem svo að hann hefði ekki tekið þátt í glímunni í lokin og því var Navruzov dæmdur sigurinn.
Þjálfararnir voru gríðarlega óánægðir með ákvörðun dómara og mótmæltu henni, eins og sjá mér hér að neðan:
#Olympics #Rio2016 #wrestling
— Rili (@Rili2013) August 21, 2016
"Coach. Eat a Snickers." StripPlease#GanzorigiinMandakhnaran@Ffs_OMG @Comedy_Club_1 pic.twitter.com/Vx9uT7hwa7