Rússnesku íþróttafólki verður meinuð þátttaka á Ólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Ríó í Brasilíu og og hefjast miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Það er BBC sem greinir frá þessu.
Þetta var ljóst eftir að alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti úrskurð alþjóðaólympíunefndar fatlaðra þess efnis að öllu rússnesku íþróttafólki yrði bannað frá leikunum vegna víðtækrar og kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna undir verndarvæg rússneskra stjórnvalda.
Þessi ákvörðun gæti opnað dyrnar fyrir íslenska íþróttamenn sem ekki tókst að tryggja sér þáttökurétt á leikunum, en það skýrist á næstu dögum hvort íslensku íþróttafólki fjölgi í kjölfar þessa úrskurðar.