Forseti sendi þjálfurunum heillaóskir

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik fagnar sigri …
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik fagnar sigri liðsins á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í gær heillaóskir til handboltaþjálfaranna Dags Sigurðssonar, Guðmundar Þ. Guðmundssonar og Þóris Hergeirssonar í tilefni af því að liðin sem þeir þjálfa náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu.

Dagur er þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik sem lenti í þriðja sæti á leikunum, Guðmundur Þórður þjálfar danska karlalandsliðið sem varð Ólympíumeistari og Þórir þjálfar norska kvennalandsliðið sem varð í þriðja sæti á leikunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert