Íþróttakonur líka mæður

Felix fagnar farseðlinum á sína fimmtu Ólympíuleika með dóttur sinni …
Felix fagnar farseðlinum á sína fimmtu Ólympíuleika með dóttur sinni Camryn. AFP

Hin bandaríska Allyson Felix hyggst brjóta blað í sögu Ólympíuleikanna er hún tekur þátt í sínum fimmtu leikum. Þessi 35 ára gamla hlaupadrottning er skráð til leiks í bæði 4x400 metra hlaupi kvenna og hinu nýja 4x400 metra kynjablandaða hlaupi.

Vinni Bandaríkin til verðlauna í öðru þessara hlaupa mun Felix hafa unnið til flestra verðlauna allra kvenna í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum, en hún hefur tryggt sér níu til þessa. Felix á nú þegar metið yfir flest gull, alls sex talsins.

Í aðdraganda leikanna átti Felix erfitt með að finna sér stað til æfinga vegna kórónuveirunnar. Brá hún meðal annars á það ráð að æfa á götum Los Angeles-borgar þar sem hún býr. Felix þurfti að taka á honum stóra sínum til að tryggja sig inn á leikana en hún náði öðru sæti í 400 metra hlaupi eftir að hafa unnið sig upp um tvö sæti á síðustu 100 metrunum.

Á síðustu árum hefur Felix gert sig gildandi í réttindabaráttu íþróttakvenna. Fyrir tveimur árum lét hún styrktaraðila sína hjá Nike heyra það í pistli fyrir New York Times vegna þess hvernig tekið er á því þar innanbúðar þegar íþróttakonur fara í leyfi vegna barnsburðar.

Nán­ar er fjallað um Felix og aðra íþrótta­menn sem eru lík­leg­ir til af­reka á leik­un­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert