Íþróttakonur líka mæður

Felix fagnar farseðlinum á sína fimmtu Ólympíuleika með dóttur sinni …
Felix fagnar farseðlinum á sína fimmtu Ólympíuleika með dóttur sinni Camryn. AFP

Hin banda­ríska Allyson Fel­ix hyggst brjóta blað í sögu Ólymp­íu­leik­anna er hún tek­ur þátt í sín­um fimmtu leik­um. Þessi 35 ára gamla hlaupa­drottn­ing er skráð til leiks í bæði 4x400 metra hlaupi kvenna og hinu nýja 4x400 metra kynja­blandaða hlaupi.

Vinni Banda­rík­in til verðlauna í öðru þess­ara hlaupa mun Fel­ix hafa unnið til flestra verðlauna allra kvenna í frjáls­um íþrótt­um á Ólymp­íu­leik­um, en hún hef­ur tryggt sér níu til þessa. Fel­ix á nú þegar metið yfir flest gull, alls sex tals­ins.

Í aðdrag­anda leik­anna átti Fel­ix erfitt með að finna sér stað til æf­inga vegna kór­ónu­veirunn­ar. Brá hún meðal ann­ars á það ráð að æfa á göt­um Los Ang­eles-borg­ar þar sem hún býr. Fel­ix þurfti að taka á hon­um stóra sín­um til að tryggja sig inn á leik­ana en hún náði öðru sæti í 400 metra hlaupi eft­ir að hafa unnið sig upp um tvö sæti á síðustu 100 metr­un­um.

Á síðustu árum hef­ur Fel­ix gert sig gild­andi í rétt­inda­bar­áttu íþrótta­kvenna. Fyr­ir tveim­ur árum lét hún styrkt­araðila sína hjá Nike heyra það í pistli fyr­ir New York Times vegna þess hvernig tekið er á því þar inn­an­búðar þegar íþrótta­kon­ur fara í leyfi vegna barns­b­urðar.

Nán­ar er fjallað um Fel­ix og aðra íþrótta­menn sem eru lík­leg­ir til af­reka á leik­un­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert