Magnaður endasprettur skilaði ólympíumeti

Jakob Ingebrigtsen hrósar sigri en Timothy Cheruiyot varð að sætta …
Jakob Ingebrigtsen hrósar sigri en Timothy Cheruiyot varð að sætta sig við silfur. AFP

Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen hreppti gullverðlaunin og setti ólympíumet í 1.500 metra hlaupi karla á leikunum í Tókýó í dag. Timothy Cheruiyot frá Keníu varð annar en þeir háðu harða samkeppni um gullið.

Ingebrigtsen og Cheruiyot voru fremstir og jafnir en sá norski náði forystunni á lokasprettinum  með auknum krafti í síðustu beygjunni og kom í mark á 3:28,32 mínútum sem er bæði Evrópu- og ólympíumet en hann var rúmum tveimur sekúndum frá heimsmetinu. Hicham El Guerrouj frá Marokkó hljóp á 3:31,65 árið 1998.

Þeir höfðu mæst tíu sinnum í greininni og alltaf hafði Keníumaðurinn haft betur þar til nú en í dag hljóp hann á tímanum 3:29,01. Josh Kerr frá Bretlandi var þriðji í mark og tók bronsið með sínum besta árangri, hann hljóp á 3:29,05.

Þetta voru fjórðu gullverðlaun Norðmanna á leikunum. Karsten Warholm vann í 400 metra grindahlaupi, Kristian Blummenfelt sigraði í þríþraut og Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert